Vísindakaffi í kvöld: Ég elska þig stormur!

23.9.2013

Ég elska þig stormur! er yfirskrift vísindakaffis Rannís í kvöld, en það er haldið á Súfistanum í Máli og menningu Laugavegi, kl. 20:00-21:30.

Guðrún Nína Petersen verðurfræðingur fjallar um vind, tilurð hans og hlutverk í hnattrænu samhengi, auk þess sem rætt verður um ýmis tilbrigði vinds og vindrannsóknir. Gestir fá tækifæri til að fræðast og spyrja vísindakonuna spjörunum úr!

Hellt er upp á vísindakaffi í aðdraganda Vísindavöku Rannís, sem verður föstudaginn 27. september kl. 17-22 í Háskólabíói.

Nánar á www.visindavaka.is

Allir velkomnir!









Þetta vefsvæði byggir á Eplica