Vísindakaffi í kvöld: Nýja norðrið - hvernig mótar fólkið sjálft samfélög norðurslóða?

26.9.2013

Kristinn Schram forstöðumaður Rannsóknaseturs um norðurslóðir og Katla Kjartansdóttir þjóðfræðingur hjá EDDU öndvegissetri, verða á vísindakaffi Rannís á Súfistanum í kvöld kl. 20-21.30. Allir velkomnir!

Á vísindakaffinu verður fjallað um hvernig myndun og mótun samfélaga norðurslóða fer fram, en rétt eins og náttúran og umhverfið, eru samfélög breytingum háð. Stöðug endursköpun samfélaga fer ekki síður fram í hversdagslegum samskiptum fólks og í fjölmiðlum en á hinu opinbera sviði. Frá  hversdagslegu sjónarhorni má varpa ljósi á leiðarstef í menningarpólitík norðurslóða, á hugmyndir sem liggja þar að baki og á þær væntingar sem gerðar eru til hins „nýja norðurs“.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica