Opnað fyrir umsóknir í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætluninni

11.12.2013

Í dag var formlega opnað fyrir umsóknir í Horizon 2020, nýrri rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. Verður um 15 milljörðum evra úthlutað á næstu tveimur árum. Áætlunin er til næstu sjö ára, eða 2014-2020. Horizon 2020 tekur við af 7. rannsóknaráætluninni og veitir styrki til rannsókna á öllum sviðum. Aukin áhersla verður á stuðning við nýsköpun og framlög til evrópska rannsóknaráðsins verða aukin töluvert. Vakin er athygli á að vinnuáætlanir eru nú til tveggja ára en lýst verður eftir umsóknum árlega.

Tækifærin fyrir íslenskt vísinda- og nýsköpunarsamfélag eru óteljandi og hvetjum við fólk til að kynna sér vinnuáætlanir og umsóknarfresti.

Rannís hefur umsjón með áætluninni hér á landi og hefur útnefnt landstengiliði fyrir allar undiráætlanir. Íslensk heimasíða Horizon 2020 er í smíðum og verður tilbúin á næstunni.

Hér er hægt að komast á opinbera heimasíðu Horizon 2020 en þaðan er hægt að fara inn á ákveðin fræðasvið til að nálgast vinnuáætlanir og upplýsingar um umsóknarfresti.

Nánari upplýsingar veittar á alþjóðasviði Rannís.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica