Nýsköpun í opinberri þjónustu

13.11.2014

Frestur til að skila inn tilnefningum til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu er til 17. nóvember 2014.

Nýsköpunarverðlaun vegna nýsköpunar í opinberri þjónustu verða afhent í fjórða sinn 23. janúar 2015 á Grand Hótel Reykjavík. Á síðustu þremur árum hafa um 140 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna. Þrjú verkefni hafa fengið verðlaunin auk þess sem tólf önnur framúrskarandi verkefni hafa fengið sérstakar viðurkenningar.

Sem fyrr eru það fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra sveitarfélaga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís sem standa að þessum viðburði til að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til meiri nýsköpunar í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi. Allar ríkisstofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög landsins geta tekið þátt og tilnefnt verkefni til nýsköpunarverðlaunanna.

Tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu sendar á netfangið: nyskopun@fjr.is

Nánari upplýsingar um verðlaunin hér.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica