Menntaáætlun Nordplus 2015

18.12.2014

Auglýst eftir umsóknum um styrki til menntasamvinnu á Norðurlöndum og Eystrarsaltslöndum

Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, býður kennurum og öðrum sem starfa við menntamál að sækja um styrki. Heildarupphæð til úthlutunar er um 9 miljónir evra (tæplega 1,4 milljarður króna). Umsóknarfrestur er til 2. mars 2015 klukkan 23:00 að íslenskum tíma.

Umsóknir eru opnar öllum þeim sem vinna að kennslu eða menntamálum og styrkir eru veittir til ýmis konar námsheimsókna, samstarfsverkefna og samstarfsneta. Farið er fram á samstarf á milli menntastofnanna og/eða annarra þátttakenda í Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð eða Álandseyjum.

Nánari uppýsingar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica