Nýsköpun í opinberri þjónustu - hádegisfundur og afhending viðurkenninga

13.1.2015

Hádegisverðarfundur um nýsköpun í opinberri þjónustu verður haldinn föstudaginn 23. janúar kl. 11:45-14:00 á Grand hótel Reykjavík.

Fundurinn er haldinn á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.


Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 

Skapandi þjónusta forsenda velferðar
Samvinna – Hönnun – Þekking

Veiting nýsköpunarverðlauna og viðurkenninga í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015

Þátttökugjald kr. 5600.- Skráning HÉR.

Dagskrá:

1. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra opnar fundinn og flytur ávarp.

2. Nikolaj Lubanski frá Copenhagen Capacity: Innovation Trends in the Nordic Countries - How can public managers drive innovation forward?

3. Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands: Hönnun stjórnkerfis og opinberrar þjónustu?

4. Dr. Rögnvaldur J. Sæmundsson dósent í Iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og fyrrum formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins: Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði - Hvaða erindi eiga þau við opinbera þjónustu og stjórnsýslu?

5. Afhending nýsköpunarverðlauna. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundarstjóri er Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Á hádegisverðarfundinum verða afhent í fjórða sinn verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.  Um 50 tilnefningar bárust til valnefndar.  Aðalfyrirlesari er Nikolaj Lubanski framkvæmdastjóri hjá Copenhagen Capacity sem ræða mun um þróun nýsköpunarmála í opinbera geiranum á Norðurlöndum.  Jafnframt mun Nikolaj fjalla um aðferðir sem geta hjálpað starfsfólki hins opinbera til að styðja við og keyra nýsköpun áfram.  Nikolaj hefur á síðustu tveimur áratugum unnið með stjórnendum að þróunarmálum innan opinbera geirans. Í fyrra starfi sínu sem forstöðumaður hins danska stjórnsýsluskóla kom hann að þróun ýmissa tímamótaverkefna á sviði menntunar í nýsköpunarmálum.   Í fyrra var Nikolaj skipaður í nefnd á vegum hins opinbera í Danmörku (Kvalitetsudvalget) til að meta gæði og gildi æðri menntunar. Nikolaj hefur á undanförnum árum verið átt í samstarfi við fjölmarga aðila hér á landi, m.a. Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg og verið með fyrirlestra um nýsköpun í Akademíu fyrir framtíðarstjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana.

Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands mun flytja erindi um hvernig hönnun sem aðferðafræði nýtist við nýsköpun á öllum sviðum tilveru okkar hvort sem um er að ræða þróun stjórnkerfis, samfélags, efnahagslífs eða þróun hugmynda, verkefna, vöru, þjónustu og ferla.  Þá mun Rögnvaldur J. Sæmundsson dósent í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands fjalla um að hvaða leyti nýsköpunar- og frumkvöðlafræði eiga erindi við opinbera þjónustu og stjórnsýslu.  Rögnvaldur hefur m.a. unnið að þróun meistaranáms í nýsköpun og viðskiptaþróun.  Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra opnar ráðstefnuna og flytur ávarp.  Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga afhendir nýsköpunarverðlaun og viðurkenningar í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.  Fundarstjóri er Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica