Ný handbók um nám og vinnu erlendis

26.2.2015

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar gaf nýlega út nýja handbók um nám og vinnu erlendis, ætlaða náms og starfsráðgjöfum og öðrum þeim sem leiðbeina fólki sem hyggur á lengri eða skemmri dvöl erlendis. Í handbókinni eru margs konar hagnýtar upplýsingar um réttindi fólks á erlendri grund, möguleika á námsstyrkjum og hvernig hægt er að stíga fyrstu skrefin í atvinnuleit erlendis.

Handbókin er á leiðinni í pósti til náms- og starfsráðgjafa í grunn-, framhalds- og háskólum landsins. Rafræna útgáfu má finna hér og einnig er hægt að fá fleiri eintök með því að hafa samband við Dóru Stefánsdóttur.

Sækja handbók um nám og vinnu erlendis









Þetta vefsvæði byggir á Eplica