Ný stjórn Tækniþróunarsjóðs

13.4.2015

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Tækniþróunarsjóðs til næstu tveggja ára.

Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja þróunarstarf og rannsóknir sem stuðla að nýsköpun í íslensku atvinnulífi og eflingu samkeppnishæfni landsins. Samkvæmt aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs verða stigin stór skref í átt að auknu nýsköpunar- og þróunarstarfi á Íslandi í framtíðinni. Framlög voru aukin á þessu ári og á næsta ári er ráðgert að stórauka framlög til sjóðsins.

Nýr formaður stjórnar er Hrund Gunnsteinsdóttir og er hún skipuð án tilnefningar.

Aðrir stjórnarmenn eru: Ragnheiður H. Magnúsdóttir, varaformaður, tilnefnd af Samtökum iðnaðins, Grímur Valdimarsson, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jakob Sigurðsson, tilnefndur af tækninefnd Vísinda- og tækniráðs, Pétur Reimarsson og Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, bæði tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.










Þetta vefsvæði byggir á Eplica