Íslenskir þátttakendur í tveimur stórum menningarverkefnum Creative Europe

15.5.2015

Félagið Söguslóðir á Íslandi tekur þátt í verkefninu Follow the Vikings og fær í sinn hlut um 300.000 evrur og leiklistarhátíðin Lókal tekur þátt í verkefninu Urban heat og fær 65.000 evru styrk.

Tveir íslenskir aðilar taka þátt í stórum samstarfsverkefnum innan menningarhluta Creative Europe árið 2015. Hægt var að sækja um allt að 2 milljónir evra og hlutu 16 verkefni styrki. Stærri samstarfsverkefni í Creatvie Europe byggja á samstarfi stofnana / lögaðila  frá minnst sex löndum.

Sjá nánar heildarúthlutun Creatve Europe 2015 í stærri og smærri samstarfsverkefnum.

Follow the Vikings

Félagið Söguslóðir á Íslandi tekur þátt í verkefninu Follow the Vikings sem er stýrt af 
Shetland Amenity Trust UK ásamt 11 öðrum löndum . Verkefnið fékk úthlutað styrk að upphæð 1.960.000 evrur. Söguslóðir á Íslandi fá um 300.000 evra í sinn hlut en mótframlag þeirra er 50%.

Þátttakendur í verkefninu eru: Ab Bengtskar FI, Concello de Catoira ES, Dublinia ltd. IE, Holbæk Museum DK, Iceland Saga Trail IS, Karmoy kommune, oppvekst og kulturtetaten NO, Nationalmuseet DK, Stiftelsen Museum Nord NO, Stiftelsen Sör Troms Museum NO, Upplands Vasby Kommun. SE, Viking Route Vestfold Bison Telt International and Waterford  Treasures at the Granary ltd IE, York Archaelological Trust for Excavation and research UK. 

frekar um verkefnið

Urban Heat

Leiklistarhátíðin Lókal tekur þátt í verkefninu Urban heat, stýrt af London International Festival of Theatre Ltd. ásamt 7 samstarfsaðilum. Verkefnið fékk úthlutað styrk að upphæð 980.865 evra. Hlutur Lókal af því fé er 65.000 evrur. Reykjavík Dance Festival vinnur með Lókal í verkefninu. Verkefnið stendur í fjögur ár og stefnt er að því að tengja saman listamenn og borgarsamfélög. Viðfangsefnin eru pólitískt og félagslegs eðlis. 

Þátttakendur í verkefninu Urban heat eru: Biedriba Ltivijas Jauna Teatra  LV, Bunker Ljublana SL, Gaviale Societa Co operative IT , Lókal, Leiklistarhátíð ehf IS, Mtu Teine Tants, EE, Q-Teatteri  Fispielmotor Munchen Ev DE, Stichting Moderbe Dans En Bewegin NL, Stowarzyszenie Rotunda PL.

Frekar um verkefnið  

  

 

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica