Nýsköpunarsjóður námsmanna framlengir umsóknarfrest

30.4.2020

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest í sjóðinn til 8. maí nk.

Frumvarpið Fjáraukalög 2020 er á dagskrá Alþingis en þar sem beðið er eftir lögunum hefur umsóknarfrestur í Nýsköpunarsjóð námsmanna verið framlengdur til 8. maí 2020. 

Frumvarp þetta gerir ráð fyrir því að veitt verði viðbótar fjárframlag „300 m.kr. til Nýsköpunarsjóðs námsmanna vegna þriggja mánaða launa til ungra frumkvöðla þar sem áhersla verður lögð á þjálfun í frumkvöðlamennsku og nýsköpun. Markmiðið er að sporna gegn atvinnuleysi og efla nýsköpun meðal ungs fólks.“ Ekki er ljóst hvort nýta megi allt fjármagnið í hefðbundna úthlutun.

Áhugasamir eru hvattir að skoða síðu sjóðsins sem hefur verið uppfærð. Þar er meðal annars að finna reglur sjóðsins, matsblað, algengar spurningar og svör ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum. 










Þetta vefsvæði byggir á Eplica