Nýsköpunarsjóður námsmanna – umsóknarfrestur 10. febrúar 2016

23.12.2015

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki  í Nýsköpunarsjóð námsmanna. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni.  

Styrkir verða veittir til rannsóknar- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja og eru umsóknir metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og nýnæmi þekkingar í viðkomandi fræðigrein.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu sjóðsins . Úthlutun mun liggja fyrir í mars/apríl 2016.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er frestur til að senda inn umsókn til kl. 16:00 10. febrúar 2016.

Nánari upplýsingar veitir Ægir Þór Þórsson s: 515-5819










Þetta vefsvæði byggir á Eplica