Óskað eftir tilnefningum í stjórn Rannsóknasjóðs

31.5.2019

Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs óskar eftir ábendingum um einstaklinga í stjórn Rannsóknasjóðs og/eða Innviðasjóðs. Stjórnarmenn þurfa samkvæmt lögum að hafa reynslu og staðgóða þekkingu á vísindarannsóknum. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 11. júní 2019.

  • Skjaldarmerki

Stjórnir sjóða taka ákvarðanir um fjárveitingar úr Rannsóknasjóði eða Innviðasjóði að fengnum umsögnum fagráða og stjórn Rannsóknasjóðs hefur heimild til að veita verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í vísindarannsóknum. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar í stjórn Rannsóknasjóðs samkvæmt tilnefningum vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs en nefndin mótar einnig stefnu sjóðsins og samþykkir úthlutunarreglur.

Vísindanefnd óskar nú eftir einstaklingum eða ábendingum um einstaklinga sem uppfylla þessi skilyrði, eru tilbúnir til að taka að sér starfið og sjá ekki fram á að sækja um styrk úr viðkomandi sjóði næstu þrjú ár.

Vísindanefnd mun gæta að jafnvægi milli fagsviða, háskóla annars vegar og stofnana hins vegar og kynja í samræmi við jafnréttislög. Óskað er eftir því að tilnefningar berist til meðlima vísindanefndar eða ritara hennar Elísabetar Andrésdóttur hjá Rannís, fyrir 11. júní 2019. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica