Rannís tekur þátt í UTmessunni

12.5.2022

Ráðstefnu- og sýningardagurinn er 25. maí nk. á Grand hóteli og þar munu fulltrúar Rannís kynna helstu sjóði og verkefni til nýsköpunar og þróunar sem eru í umsjón Rannís.

Fulltrúar Rannís munu segja frá stuðningi við rannsóknir og nýsköpun með sérstaka áherslu á nýja áætlun Evrópusambandsins Digital Europe.

Digital Europe mun móta stafræna framtíð Evrópu og styður við verkefni sem brúa bilið milli rannsókna og þróunar og stafrænna afurða á markaði.

Vefsvæði Digital Europe
  


Áætlunin veitir stefnumótandi fjármögnun til verkefna á fimm lykilsviðum:

  • Ofurtölvur
  • Gervigreind
  • Netöryggi
  • Stafræn hæfni
  • Stafrænar miðstöðvar


Rannís hefur fjölbreytt úrval valkosta þegar kemur að fjármögnun og stuðningi við nýsköpunarverkefni. Við viljum kynna á einfaldan hátt hvernig hægt er að finna réttan stuðning hvort sem er hjá Tækniþróunarsjóði, Enterprise Europe Network eða innan Horizon Europe, rannsókna- og nýsköpunaráætlunar Evrópusambandsins.

Vefur UTmessunnar

logo UTmessunnar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica