Sérfræðingur í rannsóknateymi

15.10.2020

Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís. Starfið felur í sér umsjón með tveimur fagráðum Rannsóknasjóðs; raunvísinda og stærðfræði og verkfræði og tæknivísinda, umsjón með öðrum innlendum sjóðum og alþjóðlegum verkefnum á þessum fagsviðum.

Umsjón með fagráðum Rannsóknasjóðs felur í sér skipulagningu á vinnu fagráða við mat á umsóknum og undirbúning að ákvörðunum stjórnar sjóðsins um úthlutun. Allar umsóknir eru á ensku og matsferlið einnig, þar sem allir matsmenn starfa utan Íslands. Meðal annarra innlendra sjóða eru Innviðasjóður og markáætlanir. Alþjóðleg verkefni fela meðal annars í sér þátttöku í norrænu og evrópsku samstarfi sambærilegra stofnana sem samfjármagna alþjóðleg rannsóknarverkefni og kynningu á alþjóðlegum tækifærum fyrir íslenska aðila í Horizon Europe, evrópsku rannsókna- og nýsköpunaráætluninni. Starfið felur í sér mikil samskipti við umsækjendur og styrkþega og við innlenda og erlenda samstarfsaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • meistarapróf á sviði verkfræði eða raunvísinda er áskilið en doktorspróf er kostur
  • reynsla af rannsóknum ásamt þekkingu á rannsóknaumhverfi er skilyrði
  • mjög góð kunnátta í íslensku og ensku bæði tal- og ritmáli
  • góð kunnátta í Norðurlandamáli er kostur
  • mjög góð færni í töflureikni er skilyrði ásamt færni í helstu Office forritum eða sambærilegu
  • mjög góð hæfni í greiningu og lausn vandamála er skilyrði
  • sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðri samskiptafærni áskilin
  • metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu

Upplýsingar um starfið veitir Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs, í síma 515 5830 eða netfanginu agust.hjortur.ingthorsson(hja)rannis.is.

Umsóknarfrestur var til og með 28. október 2020. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Umsóknarferli er í gangi.

Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini.

Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér sérstaklega starfsemi Rannsóknasjóðs, sjá handbók sjóðsins fyrir 2021.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.

Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís. Laun greiðast samkvæmt viðeigandi kjarasamningi við fjármálaráðuneytið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Rannís er líflegur vinnustaður með um 50 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica