Spennandi námskeið um náms- og starfsráðgjöf

25.8.2022

Euroguidance á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum bjóða í sameiningu upp á rafrænt námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa þar sem kynntar verða grunnhugmyndir um ráðgjöf fyrir fólk sem hyggur á nám erlendis, erlenda nemendur sem eru hér í námi og þá sem snúa heim að námi loknu.

Námskeiðið er aðallega hugsað fyrir náms- og starfsráðgjafa sem starfa með ungu fólki á aldrinum 14-18 ára og sérstaklega fyrir þá sem nýlega hafa hafið störf.

Námskeiðið sem fer fram á ensku veitir góða innsýn inn í evrópskt samstarf og gefur reynslu af hópastarfi með einstaklingum frá hinum Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.

Námskeiðið fer fram á eigin hraða en rafrænir fundir verða þann 20. október, 3. nóvember og 17. nóvember (samanlagt 6 klst.) og munu þeir fara fram eftir hádegi. Skyldumæting er á fundina fyrir þátttakendur námskeiðsins.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í námskeiðinu vinsamlegast hafðu samband við verkefnastjóra Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar á Íslandi, Eydísi Ingu Valsdóttur, eydis@rannis.is, fyrir 20. september 2022. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica