Styrkir til ungra vísindamanna í Evrópu 2016

8.12.2015

Evrópska rannsóknaráðið birti nýverið tölur um skiptingu umsókna í styrkjaflokki sem ætlað er að aðstoða unga vísindamenn í Evrópu á fyrstu árum rannsóknaferilsins. Alls bárust 2.935 umsóknir sem er 0,5% aukning frá fyrra ári.

  • Merki evrópska rannsóknaráðsins

 

  • Umsóknirnar falla undir þrjá flokka, náttúruvísindi og verkfræði með 1.299 umsóknir, lífvísindi með 854 umsóknir og félags- og hugvísindi með 782 umsóknir.
  • Hlutur umsókna kvenna hefur aukist um rúm 2% milli ára, frá 34,5% í 36,6%. Munar þar mest um 7% aukningu í flokknum lífvísindi frá 39% í 46%.
  • Átak til þess að auka fjölda umsókna frá Mið- og Austur-Evrópu virðist hafa haft nokkur áhrif. 175 umsóknir bárust frá þessum svæðum Evrópu sem er 7,3% aukning frá fyrra ári.

Heildarupphæð styrkjanna verður 485 milljónir Evra. Ráðið áætlar að 335 verkefni verði styrkt. Úrslit samkeppninnar ættu að verða kunn á öðrum ársfjórðungi 2016.

Nánari upplýsingar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica