Undirbúningsstyrkir í Nordplus – umsóknarfrestur 1. október 2020

27.8.2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir undirbúningsstyrki í Nordplus Junior, (leik- grunn- og framhaldsskólastig), Nordplus Voksen (fullorðinsfræðsla) og Nordplus Sprog (tungumál).

Tilgangurinn með undirbúningsstyrkjum er að auðvelda leit að samstarfsaðilum og fyrir þróun umsókna í Nordplus fyrir komandi umsóknarfrest sem er 1. febrúar 2021.

Rannis er umsjónaraðili fyrir Nordplus tungumálaáætlunina. Aðaláhersla tungumálahluta Nordplus er á verkefni sem vinna með að auka norrænan málskilning á öllum skólastigum, aðallega dönsku, norsku og sænsku og meðal barna og ungmenna. Einnig er hægt að sækja um samstarfsverkefni sem miða að því að kenna innflytjendum og flóttamönnum norræn tungumál þ.m.t íslensku og/eða verkefni er varða framþróun í þessum málum og eins er hægt að sækja um styrk til að mynda samstarfsnet þeirra sem kenna innflytjendum norræn tungumál til að miðla reynslu sinni og læra hver af öðrum

Meira um Nordplus: 

Umsóknarfrestur er 1. október 2020 og er sótt um rafrænt.

Sækja um









Þetta vefsvæði byggir á Eplica