Úthlutun úr Loftslagssjóði 2022

8.4.2022

Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við úthlutun. Alls bárust 85 gildar umsóknir og verða 12 þeirra styrktar, eða um 14% umsókna.

Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr Loftslagssjóði. Sjóðurinn heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og er hlutverk hans að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.

Alls bárust 85 gildar umsóknir í sjóðinn, 41 umsókn um nýsköpunarverkefni og 44 umsóknir um kynningar- og fræðsluverkefni. Sótt var alls um rúmar 640 milljónir króna. Ákveðið var að styrkja 12 verkefni í allt, fyrir 88.134 þús. kr.

Alls verða sex nýsköpunarverkefni styrkt og sex kynningar- og fræðsluverkefni, sjá lista hér fyrir neðan.

Svör hafa verið send í tölvupósti til verkefnisstjóra.

Nýsköpunarverkefni

Heiti verkefnis Aðalumsækjandi Umsótt upphæð (kr.)
AlSiment, umhverfisvænn arftaki sements Gerosion ehf. 11.893.000
Innleiðing kolefnislausrar álframleiðslu Arctus Aluminium ehf 9.950.000
Kerfisbundin innleiðing og notkun á matarsóunar, forvarnartækni GreenBytes ehf. 13.000.000
Flæðibúr: Tæki til samfelldra mælinga á losun koltvísýrings úr jarðvegi Ólafur Sigmar Andrésson 4.000.000
Kolefnisforði og CO2 flæði úr jarðvegi – þróun á vöktunarsamstarfi, aðferðum og tækjabúnaði Náttúrustofa Suðausturlands ses. 3.980.000
Smáforrit gegn matarsóun Humble ehf. 12.990.000

Kynningar- og fræðsluverkefni

Heiti verkefnis Aðalumsækjandi Umsótt upphæð (kr.)
Leggjum línurnar: Menntaverkefni á vef Kópavogsbær 3.000.000
Ljúffengur matur í samhljómi við loftslagið - þverfagleg aðgerðaáætlun Bryndís Eva Birgisdóttir 6.750.000
Orkuskiptu.is - Kynning á orkuskiptalausnum fyrir atvinnubíla RST Net ehf. 4.976.000
Matvælaframleiðsla á Íslandi - hvernig má draga úr losun? UMÍS Umhverfisráðgjöf Ísl ehf 6.240.000
Kolefnishlutlaust Ísafjarðardjúp Blámi, félagasamtök 4.419.000
Loftslagsvænt líf á Austurlandi: Fræðslumyndbönd fyrir almenning Austurbrú ses. 6.936.000








Þetta vefsvæði byggir á Eplica