Úthlutun úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar fyrir árið 2019

4.6.2019

Stjórn Rannsóknarsjóðs Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2019, en umsóknarfrestur rann út 3. maí síðastliðinn.

  • Bækur

Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsóknum á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

Alls bárust 12 umsóknir í sjóðinn. Úthlutað var tæplega 2 milljónum kr. í styrki. 

 

 



 

Hér er listi yfir styrkþega*

Titill Nafn Veitt 2019 þús. kr.
Er Íslandskort Jóns lærða fundið? Viðar Hreinsson 800
Saga bókbands á Íslandi Sigurþór Sigurðsson 550
Stærsta framkvæmd Íslandssögunnar - áveitukort Flóaáveitunnar Ragnheiður Gló Gylfadóttir 380
Eign íslenskra bóka prentaðra á Íslandi fyrir 1800 í 5 stiftsbókasöfnum í Svíþjóð Steingrímur Jónsson 250
  Samtals: 1.980

*Listinn er birtur með fyrirvara um villur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica