Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2024

12.1.2024

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2024. Alls bárust 353 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 67 þeirra styrktar eða 19% umsókna.

  • 1704985129011_ing_32200_01623.eps_1476_1476

Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum til doktorsnema til öndvegisstyrkja. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu.

Styrkveitingar til nýrra verkefna nema á þessu ári um 1.1 milljarði króna, en þar sem verkefnin eru almennt til þriggja ára verður heildarkostnaður vegna þeirra tæplega 3.3 milljarðar króna á árunum 2024-2026. Rannsóknasjóður mun einnig styrkja þátttöku íslenskra aðila í alþjóðlega samfjármögnuðum verkefnum.

Hér á eftir er yfirlit yfir skiptingu milli styrktegunda. Frekari greiningu er að finna á vef Rannsóknasjóðs . Upphæðir geta breyst við samningagerð og eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

Announcement in English.

Öndvegisstyrkir (öll fagráð)

Alls bárust 29 umsóknir um öndvegisstyrki og voru 4 styrktar eða 13,8% umsókna.

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Óttar Rolfsson, Per Johannsson, Adrián López García de Lomana, Sarah McGarrity, William Oldham, Thomas Duflot Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Mat hormónasvars í losti á starfsemi æðaþels 48.470
Sigríður Þorgeirsdóttir, Guðbjörg R Jóhannesdóttir, Kristín Valsdóttir, Björn Þorsteinsson, Donata Schoeller Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Frelsi til merkingarsköpunar: Líkamlegar reynslubundnar rannsóknir 50.220
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Matthias Wibral Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Sokkinn kostnaður Ísland (SCICE) 52.720
Unnar Bjarni Arnalds, Snorri Þorgeir Ingvarsson, Friðrik Magnus Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Segulmetaefni 52.335

Verkefnisstyrkir

Alls bárust 159 umsóknir um verkefnisstyrki og voru 30 styrktar eða 18,9% umsókna.

Raunvísindi og stærðfræði (18%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Egill Skúlason, Koichi Shirahata, Hiroyuki Higuchi, Atsushi Ishikawa Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Samþætting grevigreindar og tölvureikninga til umhverfisvænnar myndunar ammoníaks – stórtæk kembileit 21.600
Elías Rafn Heimisson Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Bárðarbunguaskja sem jarðskjálftatilraunastofa á kílómetraskala 21.707
Elvar Örn Jónsson Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Tölvuútreikningar á Skilfleti milli Lausna og Fastefna með Áherslu á Rafefnafræðileg Kerfi 24.250
Jón Emil Guðmundsson Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Hönnun og kvörðun á sjónaukum fyrir NASA loftbelgstilraunina Taurus 22.840
Sæmundur Ari Halldórsson, Robert Alexander Askew Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Endurvinnsla jarðskorpu við myndun kísilríkra bergtegunda 22.340

Verkfræði og tæknivísindi (26%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Dórótea Höeg Sigurðardóttir, Björn Marteinsson, Kristján Mímisson Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Mælingar og greining á raka- og hitaástandi ásamt vöktun burðarvirkis torfbæja: Varðveisla til framtíðar 15.977
Einar Örn Sveinbjörnsson Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Bestun á rafeiginleikum samskeyta SiC og einangrara í kísil-karbíð rafssviðssmárum í aflrafeindatækni 23.985
Hrund Ólöf Andradóttir, Tarek A. M. Zaqout Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Margþættur ávinningur blágrænna innviða í köldu loftslagi 23.632
Kristín Briem, Sigurður Brynjólfsson, Atli Örn Sverrisson Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Markvissar athafnir; einstaklinga með aflimun fyrir ofan hné stjórna ferðinni og komast skrefinu lengra. 20.457
Matthias Book Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Skissuarkir: Notendagagnvirkni með skissum í töflureiknisforritum 20.992
Slawomir Marcin Koziel Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild Skilvirk hönnun á endurkasts- og sendiflögum með því að nota vélanám, hegðunarlíkön og bestun 21.725

Náttúru- og umhverfisvísindi (17%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Bjarni Diðrik Sigurðsson Landbúnaðarháskóli Íslands Áhrif endurheimtar votlendis á jöfnuð gróðurhúsalofttegunda og aðra vistkerfisferla (ReWet) 22.593
Björn Christian Schäffner, Peter Olson Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Varðveisla ævafornra tengsla: Úttekt á skötum (Rajiformes: Rajidae) og sníkjudýrum þeirra við Ísland 18.750
Egill Gautason, Bjarne Nielsen Landbúnaðarháskóli Íslands Erfðaleg aðlögun byggs að krefjandi umhverfisaðstæðum 20.845
Paul Vincent Debes Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Erfðafræðilegur arkitektúr móður- og móðurstýrðra eiginleika í bleikju 18.296

Lífvísindi (17%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Eiríkur Steingrímsson Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið E318K breytileikinn í MITF og auknar líkur á sortumeini. 18.437
Margrét Helga Ögmundsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Spendýrasértæk virkni ATG7 í ávaxtaflugum 22.500
Ragnhildur Þóra Káradóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Áhrif lítilla skemmda í hvíta efni heilans á heilavirkni 21.416
Sigríður Rut Franzdóttir Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Pontin og Reptin í gangverki taugavöðvamóta 22.485
Sigurdís Haraldsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Sameindafræðileg greining krabbameina í Lynch arfberum með MSH6 og PMS2 stökkbreytingar 17.860

Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (25%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Anna Björg Jónsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Þjálfunaríhlutun með nýja tegund fótapressu til að verja aldrað fólk gegn vöðvatapi í sjúkrahúslegu á spítala 9.135
Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Árangur og umbætur á fyrirbyggjandi lyfjameðferð fyrir HIV (PrEP) fyrir unglingsstúlkur og ungar konur í Mósambík 17.501
Sæmundur Rögnvaldsson Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Einkennavaldandi einstofna mótefnahækkun: Faraldsfræði og þróun greiningarferla 17.917

Félagsvísindi og menntavísindi (14%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Anna Lind G Pétursdóttir, Bergljót Gyða Guðmundsdóttir Háskóli Íslands - Menntavísindasvið Mat á áhrifum bekkjarstjórnunar á nemendur og kennara á Íslandi 22.189
Berglind Gísladóttir Háskóli Íslands - Menntavísindasvið Heildarsýn og umbætur í kennaramenntun: Framþróun fyrir íslenskt menntakerfi 23.037
Erlingur Sigurður Jóhannsson, Nanna Ýr Arnardóttir, Guðrún Sunna Gestsdóttir Háskóli Íslands - Menntavísindasvið Þróun andlegrar og líkamlegrar heilsu frá unglings- til fullorðinsára: Rannsókn á Íslendingum fæddum árið 1988 22.211
Valdimar Tryggvi Hafstein Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Skyr sem líffræðilegur menningararfur: Þjóðfræðileg og líffræðileg rannsókn á lifandi örverum, seiglu og margbreytileika 20.220

Hugvísindi og listir (19%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Elmar Geir Unnsteinsson, Daniel W. Harris Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Samræðutegundir 24.687
Gylfi Gunnlaugsson, Clarence Edvin Glad, Jon Gunnar Jørgensen ReykjavikurAkademian Fortíð norðursins endurheimt. Mótun þjóðlegra og þverþjóðlegra sjálfsmynda á grundvelli norrænna fornbókmennta 1750-1900 21.312
Þorbjörg Daphne Hall Listaháskóli Íslands Byggjum brýr með samstarfi: MetamorPhonics sem nálgun á samfélagstengdu tónlistarverkefni 18.476

Nýdoktorsstyrkir

Alls barst 59 umsókn um nýdoktorsstyrki og voru 11 þeirra styrktar eða tæp 18,6% umsókna.

Raunvísindi og stærðfræði (22%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Andrejs Kudlis Raunvísindastofnun Sterk tengsl í lágstigum víddum kerfa með samskipti ljóss og efna 12.875
Linda Sobolewski Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Langtímaáhrif eldgosa á jökla og ísi þakin eldfjöll – þróun Eyjafjallajökuls eftir gosið 2010 12.702

Verkfræði og tæknivísindi (20%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Aysan Safavi Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Pyro-Waste - Umbreyting úrgangs með pýrólýsu: Framleiðsla orku með neikvæðu kolefnisfótspori- 12.000
Bashar Ali Farea Esmail Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild Nýstárleg millimetra-bylgju loftnetssamstæða með aukinni frammistöðu fengin með hönnun og bestun metaefna samsetningu fyrir 5G búnað 11.925

Náttúru- og umhverfisvísindi (14%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Maartje Tanneke Nel Oostdijk Landbúnaðarháskóli Íslands Heildræn nálgun við val á verndarsvæðum í hafi. 12.875

Lífvísindi (17%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Katrín Möller Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Breytingar á sérhæfingu taugafruma í Mendelskum sjúkdómum utangenaerfðakerfisins. 12.675

Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (25%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Álfheiður Haraldsdóttir Krabbameinsfélagið Hverjar eru ástæður stöðugrar aukningar á nýgengi brjóstakrabbameins á árunum 1980-2020 9.645

Félagsvísindi og menntavísindi (20%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Harpa Sif Eyjólfsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Áhrif áfalla í æsku á atvinnuþátttöku og örorku meðal kvenna á Íslandi 12.425
Karen Birna Þorvaldsdóttir Háskólinn í Reykjavík - Sálfræðideild Áföll, missir og geðheilsa: Áhrif félagslegs samhengis 12.300

Hugvísindi og listir (15%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Ole Martin Sandberg Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Áhrif hamfarahlýnunar á tilfinningalíf: Rannsókn á áhrifum loftslagsbreytinga á tilfinningar og hegðun fólks á Íslandi 12.812
Tiffany Nicole White Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Að búa til rústir: Bókmenntalegar hugmyndir um heiðin hof í fornnorrænum bókmenntum 12.050

Doktorsnemastyrkir

Alls bárust 106 umsóknir um doktorsnemastyrki og voru 22 styrktar eða 20,8% umsókna.

Raunvísindi og stærðfræði (33%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Masoumeh Kazemi Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Samspil örveinda og segulástanda í tvívíðum krómtríhalíð 8.875
Rachel Elizabeth Brophy Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild Atómfræðileg nálgun til lífrænna-halíð efna fyrir

photovoltaics (ATOMAP)
8.560
Shubham Sharma Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Lífræn Tin(IV) efnasambönd sem nota má sem karbbameinslyf 8.865

Verkfræði og tæknivísindi (16%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Emil Harðarson Háskólinn í Reykjavík - Tölvunarfræðideild Skynjarasamruni með tauganetahögunarleit 8.560
Eric Michael Sumner Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Vélærdómur til að rannsaka tengls milli lögunar ytra eyra og hljóðyfirfærslufall höfuðs. 8.874
Laurentiu-Lucian Anton Háskólinn í Reykjavík - Verkfræðideild Samtengt umferðarorku- og raforkulíkan til að meta áhrif rafbílavæðingar á uppbyggingu hleðslustöðva og stýringar þeirra í raforkukerfinu á Íslandi 8.435

Náttúru- og umhverfisvísindi (27%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Samhliða þróun og þroskunarfræðilegur uppruni aðlagaðra höfuðbeina eiginleika. 8.760
Ingvild Ryde Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Efnahernaður í hnignuðu landi: áhrif virkra efna krækilyngs á hálendi Íslands 8.865
Mathilde Florence Marie Defourneaux Landbúnaðarháskóli Íslands Mat á hlutverki grasbíta í endurdreifingu næringarefna í íslensku túndrunn 8.874

Lífvísindi (17%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Sigríður Stefanía Hlynsdóttir Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Hvarfgangur frumkvöðlaþáttarins PU.1 kannaður á stökum sameindum 8.865
Anna Dröfn Daníelsdóttir Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Útvíkkun á hlutverki KMT2D til að útskýra meingerð Kabuki heilkennis 8.865

Klínískar rannsóknir og lýðheilsa (17%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Ismael Abo Horan Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Cyclodextrin/Statin nanóbærarar fyrir aukinn lækningarhæfni í aldur tengdri makúladegeneratíon. 8.175

Félagsvísindi og menntavísindi (16%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Bára A. Alexandersdóttir Háskólinn í Reykjavík - Lagadeild Regluverk utan um kolefnisföngun og geymslu á Íslandi 8.454
Fayrouz Nouh Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið

Mannauður, menningarauður, félagslauður og mismunun: Múslimskar innflytjendakonur á íslenskum vinnumarkaði

8.865
Guðmundur Steingrímsson Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Hringrásarhagkerfið á Íslandi - staða þess, þýðing og styrkleiki 8.874
Hrafnhildur Bragadóttir Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Stjórnun valkvæða kolefnismarkaðarins 8.865
Irina Ovchinnikova Háskóli Íslands - Heilbrigðisvísindasvið Tengsl lesfimi og einstaklingsmunar á sjónrænni úrvinnslu 8.875

Hugvísindi og listir (28%)

Verkefnisstjórn Aðsetur Heiti ISK (þús.)
Aðalheiður Eyvör Pálsdóttir Háskóli Íslands - Félagsvísindasvið Rannsókn á lífi og arfleifð Guðmundar Bergþórssonar skálds (1657 — 1705) í þjóðfræðilegum heimildum frá tímabilinu áður en skipuleg þjóðsagnasöfnun hófst til dagsins í dag 8.865
Birna Lárusdóttir Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið Örnefni og landslag í mótun 8.875
Jonas Koesling Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Samþætting mannvera og hafs á íslenskri fornöld 8.865
Luna Polinelli Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Bátskuml á Víkingaöld: Endurmat á auðkenningaraðferðum. 8.850
Rannveig Þórhallsdóttir Háskóli Íslands - Hugvísindasvið Árþúsund við Atlantshaf 8.510

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.

Upphæðir geta breyst við samningagerð.

Announcement in English.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica