Norræn tungumálaráðstefna ungmenna

5.12.2019

Dagana 28.-30. nóvember 2019 fór fram norræn tungumálaráðstefna ungmenna að Varmalandi í Borgarfirði. Þátttakendur voru ungmenni á aldrinum 14-25 ára frá Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðunum; Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

  • ungmenni og ráðherra standa saman í hóp

Ungmennin ræddu meðal annars um áhrif tungumáls á ungt fólk, tungumálakennslu, aukna enskunotkun og hversu mikilvæg sé að efla norrænu tungumálin. Einnig lögðu þau áherslu á að auka samskipti og samvinnu ungmenna á Norðurlöndunum.

Ráðstefnan var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, menntamálaráðuneytisins, Rannís og Samfés. Það var Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sem tók við niðurstöðum þingsins frá fulltrúum ungmennanna við skemmtilega athöfn í Norræna húsinu. Ráðstefnan var hluti af þeim verkefnum sem Ísland stóð fyrir sem hluti af formennsku Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica