Rannsóknasjóður

Fyrir hverja?

Vísindafólk og nemendur í rannsóknatengdu námi við háskóla, rannsóknastofnanir og fyrirtæki.

Til hvers?

Veittur er styrkur til skilgreindra rannsóknaverkefna vísindafólks og rannsóknanema í grunnrannsóknum og hagnýtum rannsóknum.

Umsóknarfrestur


Ráðgert er að umsóknarfrestur fyrir styrkárið 2016 renni út seinnihluta júnímánaðar 2015. Nánari dagsetning verður auglýst á næstunni.


The submission deadline for 2016 is planned in late June 2015 and will be announced shortly.


Hvert er markmiðið?

Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3 frá 2003 með áorðnum breytingum

Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi og skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja.

Með hugtakinu vísindarannsóknir er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir.

Hverjir geta sótt um?

Þeir sem hafa lokið rannsóknarnámi við alþjóðlega viðurkennda háskóla og hafa reynslu af rannsóknum. Sé sótt um styrk til rannsóknar sem hluti af doktorsnámi skal verkefnastjórnun vera í höndum leiðbeinanda og doktorsneminn meðumsækjandi.

Hvað er styrkt?

Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu. Ákvörðun um styrkveitingu skal bundin hinu faglega mati.

  • Öndvegisstyrkir eru ætlaðir til umfangsmikilla verkefna sem eru líkleg til að skila íslenskum rannsóknum í fremstu röð á alþjóðavettvangi.
  • Verkefnastyrkir
  • Rannsóknastöðustyrkir eru ætlaðir ungum vísindamönnum sem lokið hafa doktorsnámi innan 5 ára frá því að verkefni hefst.