Jules Verne - vísinda- og tæknisamstarf Frakklands og Íslands

23.8.2011

Styrkirnir eru ætlaðir til að greiða ferða og dvalarkostnað vegna gagnkvæmra heimsókna á árunum 2012-2013

Áherslusvið: Norðurslóðir - ný viðfangsefni, jarð- og lífvísindi

Vísindamenn á öllum sviðum grunnvísinda og hagnýtra rannsókna geta sótt um.

Krafa er um virka þátttöku ungra vísindamanna. Til að umsókn sé tekin gild þurfa samstarfsaðilar að sækja um bæði í Frakklandi og á Íslandi.

Hér er tengill í nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð.

Elísabet M. Andrésdóttir hjá Rannís veitir upplýsingar um Jules Verne, beinn sími hjá henni er 515 5809 og netfangið er elisabet@rannis.is

Jules Verne er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands en Rannís sér um framkvæmd þess.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica