Formgerð samsettra orða í íslensku og utan hennar - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

31.5.2021

      Markmið verkefnisins var að kanna formgerð samsettra orða frá ýmsum sjónarhornum og með ýmsum aðferðum og rannsaka það hvernig einingarnar sem mynda samsett orð eru settar saman og hvernig formgerðin sem af því hlýst hefur áhrif á samspil eininganna

Þessi rannsókn byggir á fyrri rannsóknum aðalrannsakanda á samsettum orðum í íslensku sem leiddu í ljós lagskipta formerð þar sem forliðir raðast í lag eftir stærð, þ.e. eftir því hversu mikla formgerð er að finna innan forliðarins. „Smærri“ forliðir raðast í innri lög og „stærri“ forliðir raðast í ytri lög. Einn armur verkefnisins sneri að tengimyndönum í hollensku og þýsku og afhjúpaði sú rannsókn mun meiri regluleika í dreifingu þeirra og sambandi þeirra við samhljómandi beygingarviðskeyta en vanalega er gert ráð fyrir. Þessi rannsókn hefur einnig varpað ljósi á þáttakerfi innan germanska nafnliðarins. Þar að auki bendir þessi rannsókn sterklega til þess að álíka formgerðarhömlur sé að finna í bæði hollensku og þýsku og fundist hafa í íslensku. Opnar þetta því fyrir nýjar brautir í rannsóknum á samsettum orðum í tungumálum heimsins. Annar armur þessa verkefnis sneri að rannsóknum á áhrifum formgerðar samsettra orða á mögulegt samspil milli eininga sem það er búið til úr, bæði hvað varðar merkingu og framburð. Lagskipting samsetningarinnar virðist skipta þar miklu máli þar sem samsetningar í innsta laginu virðast leyfa mun meira samspil en ytri samsetningar. Þar að auki virðist ferlið sem breytir formgerðinni í hljóðkerfisfræðilegan streng vera lagskipt. Þar virðast ákveðin ferli eiga sér stað innan hvers liðar samsetningarinnar og svo eru strengirnir sem úr þeim ferlum koma settir saman. Þetta gerir það líka mögulegt að gera grein fyrir ferlum sem eiga sér stað á mörkum forliðar og viðliðar og hvergi annarsstaðar. Sýnt var fram á að mögulegt er að gera grein fyrir þessu útfrá undirlijandi ferlum sem ekki eru bundnir við samsett orð heldur er um að ræða almennan eiginleika mannlegs máls. Fyrstu tilraunir til að útskýra önnur ferli útfrá þessum ferlum hafa reynst vel og hefur verið horft til hljóðkerfisfræðilegra ferla á sviði setninga í Zulu og Chichewa og svo einnig setningafræðilegra ferla innan íslenska nafnliðarins.

English: 

The aim of this project was to explore the structure of compound words from a variety of viewpoints and methods and investigate how the elements making up the compound are combined and how the resulting structure may dictate the manner in which the elements can interact.

The study built on PI’s previous research into Icelandic compounds which revealed a layering of the compound structure where elements are assigned to a layer based on their size, i.e., how much structure they contain. “Smaller” elements are attached at a lower layer, and “larger” elements are attached higher layer.

In one part of the study looked into the linking morphemes in Dutch and German uncovered a great deal of regularity in their distribution and their relationship with corresponding homophonous inflectional affixes than is generally assumed. This research also sheds light on the feature system internal to the Germanic noun phrase. Furthermore, this research showed evidence of bracketing restrictions analogous to those found in Icelandic in both Dutch and German, thus opening up a new venue of research into compound structures cross-linguistically.

Another part of the study investigated how the compound structure affects the way in which the elements can interact in terms of meaning and form. The layering of the compound structure appears to be relevant in this respect where elements in the innermost layer may interact in ways that elements attached higher cannot. Furthermore, it also shows evidence that the transformation of the hierarchical structure to a linear string. Specifically, it indicates that this process occurs first within each element and then subsequently attaching the elements to each other. This also makes it possible to account for various processes that are specific to the boundaries between two elements in a compound. It was also shown that these properties can be derived from an underlying mechanism that is not specific to compounds but is a more general property of human language. Preliminary applications of this mechanism to certain phrase-level phonological processes in Zulu and Chichewa, and certain syntactic processes internal to the Icelandic noun phrase have been successful.

Publications: The output of this project included the following publications. For co-authored papers, the authors are listed in alphabetical order.

Fenger, Paula & Gísli Rúnar Harðarson. 2018. “Your ns are numbered! On linking morphemes in Dutch”. Proceedings of the Linguistic Society of America 5.1:460–474. DOI: 10.3765/plsa.v5i1.4721

––. 2020. “One classy number: on linking morphemes in Germanic”. Proceedings of NELS 50, vol. 2:1– 14.

Harðarson, Gísli Rúnar. 2018. “Forming a compound and spelling it out”. University of Pennsylvania Working Papers in Linguistics, 24.1, article 11.

––. 2020. “A unified approach to domains in word- and phrase-level phonology”. Proceedings of the Linguistic Society of America 5.1:460–474. DOI: 10.3765/plsa.v5i1.4721.

––. 2020. “On the domains of allomorphy, allosemy and morhpophonology in compounds”. Natural Language and Linguistic Theory. DOI: 10.1007/s11049-020-09499-3.

Presentations:

The following presentations were given in relation to this project. For co-authored presentations, the authors are ordered alphabetically.

Fenger, Paula & Gísli Rúnar Harðarson. 2017. “Innri og ytri tala: Um tengimyndön í Hollensku”. Málvísindakaffi. Reykjavík, Iceland.

––. 2018. “Your ns are numbered! On linking morphemes in Dutch”. 92nd LSA Annual Meeting. Salt Lake City, Utah.

––. 2018. “Just take a number! On linking morphemes in Dutch”. 18th International Morphology Meeting. Budapest, Hungary.

––. 2019. “A n(umber) of things: linking morphemes in Dutch and German”. 34th Comparative Germanic Syntax Workshop. Konstanz, Germany.

––. 2019. “One Classy Number: Linking Morphemes in Dutch and German”. 50th meeting of the North East Linguistic Society. MIT, Cambridge, MA.

Harðarson, Gísli Rúnar. 2019. “Formgerðarhömlur og leiðréttingar í úrvinnslu samsettra orða í íslensku”. Rask conference 2019. Reykjavík, Iceland.

––. 2019. “Dynamic Domains and the Syntax-Phonology Interface”. 29th Colloquium on Generative Grammar. Ciudad Real, Spain.

––. 2019. “Processing Violations in Compound Structures”. 34th Comparative Germanic Syntax Workshop. Konstanz, Germany.

––. 2019. “Processing Violations of Bracketing Restrictions in Icelandic Compounds”. Psycholinguistics in Iceland: Parsing and Predictions. Reykjavík, Iceland.

––. 2020. “A Unified approach to domains in word- and phrase-level phonology”. 94th LSA Annual Meeting. New Orleans, LA.

––. 2020. “Munstur og undantekninar í samsettum orðum í íslensku”. Rask conference. Rykjavík, Iceland.

––. 2020. “Haus eða liður? Um greiningaráhrif og formgerð nafnliða”. University of Iceland Humanities Congress. Reykjavík Iceland.

Heiti verkefnis: Formgerð samsettra orða í íslensku og utan hennar/ Compound Structure in Icelandic and Beyond
Verkefnisstjóri: Gísli Rúnar Harðarson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Nýdoktorsstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 19,21 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 173950









Þetta vefsvæði byggir á Eplica