Tækniþróunarsjóður: nóvember 2021

15.11.2021 : CrewApp – bylting í áhafnastjórnum - verkefni lokið

CrewApp þróar byltingarkennda hugbúnaðarlausn fyrir fyrirtæki í hópsamgöngum með áherslu á flugfélög. Þróun á hugbúnaði hófst árið 2012 innan veggja Air Atlanda til að stemma stigu við algengum hindrunum í daglegum rekstri flugfélagsins sem snéri að samskiptaleiðum við áhafnir. 

Lesa meira

8.11.2021 : Ritill fyrir GRID – Excel drifið vefefni - verkefni lokið

Töflureiknar eru allsráðandi í atvinnulífinu. Hvert einasta fyrirtæki býr yfir samansafni töflureikniskjala sem þau nota til að reka áfram verkefni og verkferla, hjálpa við skipulag og ákvarðanatöku um reksturinn daglega.

Lesa meira

5.11.2021 : Markaðsfærsla GRID - verkefni lokið

GRID hóf vorið 2021 sölu nýrrar þjónustu inn á alþjóðlegan markað. Í undanfara þess vann fyrirtækið að verkefni um markaðsfærslu þjónustunnar að fengnum Markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði. 

Lesa meira

4.11.2021 : Maul – Rafrænt mötuneyti - verkefni lokið

Maul hlaut styrk til þess að þróa hugbúnaðarlausn í skýinu sem er byggð á vefþjónustum. Lausnin gerir smærri og meðalstórum fyrirtækjum kleift að bjóða starfsmönnum sínum upp á innsendan mat í hádeginu eins og um mötuneyt væri að ræða. Starfsmenn hafa val um nokkra rétti frá mismunandi veitingastöðum á hverjum degi og panta með viku fyrirvara. Með þessu móti verða pantanir hentugar fyrir veitingastaði og hefur þjónustan notið mikilla vinsælda meðal veitingahúsaeigenda, jafnt sem atvinnurekenda og starfsmanna.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica