Alfa – Markaðssetning á Bretlandseyjum – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.1.2019

Alfa gerir dreifingaraðilum lyfja, apótekum, sjúkrahúsum og öldrunarheimilum kleift að draga úr kostnaði við lyfjaumsýslu en á sama tíma að auka gæði þjónustu.

Í ágúst sl. lauk Þula – Norrænt hugvit ehf. í samstarfi við Tækniþróunarsjóð, eins árs markaðsverkefni sem hafði það að markmiði að undirbúa sókn á nýjan markað fyrir megin vöru félagsins Alfa. Alfa gerir dreifingaraðilum lyfja, apótekum, sjúkrahúsum og öldrunarheimilum kleift að draga úr kostnaði við lyfjaumsýslu en á sama tíma að auka gæði þjónustu. Þetta er gert með því að nýta hugbúnaðarlausnir til styðja við lyfjatengda verkferla.

Megin áhersla í verkefninu hefur verið á val heppilegra samstarfsaðila, uppbyggingar á tengslaneti og uppfærslu á markaðsefni.

Helstu niðurstöður verkefnisins eru að:

  • Bretland er líklega einn áhugaverðasti markaðurinn á vesturlöndum vegna þrýstings á NHS sjúkrahús um aukna framleiðni og gæði.
  • Líklegt er að markaðurinn muni breytast verulega þar sem yfirvöld hafa sett fram byltingarkenndar (e. disruptive) hugmyndir um það hvernig hægt sé að breyta lyfjaumsýslu.
  • Þessar hugmyndir falla afar vel að þeim verkferlum sem Alfa styður.
  • Stór fyrirtæki í lyfjadreifingu hafa sýnt Alfa áhuga sem lykil lausn í að bjóða nýja þjónustu sem mættir nýjum þörfum.
  • Samningaviðræður við stórfyrirtæki (partnera) taka tíma, en það er þess virði að vanda til verka þar sem árangur til framtíðar mun ráðast af gæðum samstarfsaðilana.

Þula er um þessar mundir í viðræðum við tvö stórfyrirtæki um markaðssetningu og dreifingu á Alfa og hefur lausnin þegar verið kynnt á fjölda sjúkrahúsa í Bretlandi og Írlandi. Fyrstu innleiðingar á Alfa eru áformaðar í upphafi næsta árs á tveimur sjúkrahúsum.

Heiti verkefnis: Alfa – Markaðssetning á Bretlandseyjum
Verkefnisstjóri: Garðar Már Birgisson
Styrkþegi: Þula – Norrænt hugvit ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica