Eyja káranna - Island of Winds - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.6.2021

Meiri fjölbreytni þarf innan tölvuleikjageirans, bæði í framleiðsluteymum og vörunni sjálfri. Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity er að svara þeirri þörf með sinni fyrstu vöru, tölvuleiknum Island of Winds. Island of Winds verður gefinn út á PC og Playstation 5 á næsta ári.

Fyrirtækið Parity ehf. hefur unnið að framleiðslu á tölvuleiknum Island of Winds síðustu tvö ár með fjármögnun frá Tækniþróunarsjóð í gegnum styrkinn Vöxt. Island of Winds er leikur sem nýtur áhrifa frá íslenskum þjóðsögum, náttúru og raunverulegum atburðum eins og galdrafárinu og Stóra dóm. Island of Winds er margslunginn ævintýraheimur með erfiða veðráttu þar sem spilarinn byrjar sína vegferð sem norn á 17.öld. Brynhildur og hrúturinn Móri eru aðalhetjur leiksins sem verður fyrst gefin út sem einspilunarleikur en síðar í formi fjölspilunar. Sagan í leiknum speglar hugarheim, trú og aðgerðir Íslendinga fyrr á öldum út frá kvenlægu sjónarhorni í gullfagri íslenskri náttúru.

Logo tækniþróunarsjóðsVörður verkefnisins sem fjármagnað var með Vexti voru framleiðsla á teiknimyndum um íslenskar sögur og hætti, almenn þróun leiksins, stækkun framleiðsluteymis og tónsmíði sem miðast við hljóðfæri frá 17.öld. Sú viðurkenning og það fjárhagslega bakland sem kemur með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði hefur reynst Parity ómetanlegt við uppbyggingu fyrirtækisins og þróun tölvuleiksins Island of Winds.

Sjá nánar á  https://parity.is/

HEITI VERKEFNIS: Eyja káranna - Island of Winds

Verkefnisstjóri: María Guðmundsdóttir

Styrkþegi: Parity ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 50.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica