Fiix blóðstorkupróf; þróun og markaðssetning – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

14.8.2019

Fiix greining mun stefna að því að skipta úr hefðbundnu PT-prófi fyrir Fiix-PT og með því minnka hættu á segamyndun, bæta lífslíkur sjúklinga sem þjást af hjartasjúkdómum og lækka heilsugæslukostnað vegna fylgikvilla sem tengjast segamyndun og segareki.

Sjónarmið Fiix Greiningar er að búa til framúrskarandi blóðmælingar (Fiix-PT) sem gerir sjúkrahúsum kleift að stjórna segavarnarlyfjum með K-vítamín hemlum t.d. warfarin (Kóvar áður á Íslandi, varfarin Teva nú) með 50% færri blóðsegum hjá sjúklingum á langtíma blóðþynningar meðferð samanborið við hefðbundið eftirlit með PT (INR). Fiix PT verður aðgengilegt á markaði byrjun næsta árs 2020.

Fiix greining mun stefna að því að skipta úr hefðbundnu PT-prófi fyrir Fiix-PT og með því minnka hættu á segamyndun, bæta lífslíkur sjúklinga sem þjást af hjartasjúkdómum og lækka heilsugæslukostnað vegna fylgikvilla sem tengjast segamyndun og segareki. Hingað til hefur Ísland hentað vel til prófunar á þessu nýja og frábæra blóðprófi og yfirfæra árangurinn yfir á heimsvísu og Fiix Greining hefur áform um að halda áfram að bæta prófið og búa til ný.

Fiix PT prófin verða markaðssett og seld á alþjóðlegum mörkuðum með því að nota reynsluna frá Íslandi sem dæmi til að styðja við heildar viðskiptamódelið.

Heiti verkefnis: Fiix blóðstorkupróf; þróun og markaðssetning
Verkefnisstjóri: Brynja R Guðmundsdóttir
Styrkþegi: Fiix greining ehf.
Tegund styrks: Sproti
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 18 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica