Gæðavaktari fyrir þrívíddarprentiðnað - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

2.7.2021

Fyrirtækið Euler ehf. hefur frá árinu 2019, með stuðningi Tækniþrjóunarsjóðs, þróað rauntíma gæðavöktunarkerfi fyrir málm þrívíddarprentiðnað. Afurðin, sem nefnist ,,gæðavaktarinn‘‘ er vél- og hugbúnaðar gæðaeftirlitslausn fyrir iðnaðarþrívíddarprentara sem með aðstoð nýjustu framförum í myndgreiningu sinnir sjálfvirku gæðaeftirlit á meðan prentun stendur og stuðlar að frekari innleiðingu þrívíddarprentstækni í iðnaði.

Kerfið samanstendur af iðnaðarmyndavél, tölvuvélbúnað og nýjustu tækni á sviði tölvusjónar. Með því er stöðugt hægt að greina algeng frávik og mistök í prenti sem eiga sér oft stað og geta valdið gífurlegum töfum og kostnaði fyrir notendur. Á verkefnistímanum, hefur Euler gæðavaktarinn litið dagsins ljós og verið tekinn frá frumstigi og yfir í söluhæfa vöru. Þegar aðeins 8 mánuðir voru liðnir af verkefnistímanum var fyrsta útgáfa gæðavaktarans sett í notkun í hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki og hefur hann verið stöðugri notkun síðan. 

Logo tækniþróunarsjóðsSamhliða því hefur verið unnið að frekari nýsköpun og þróunarstarfi gæðavaktarans ásamt viðbótum og uppfærslum í samstarfi við endanotanda. Vel hefur tekist að aðlaga lausnina að þörfum endanotanda og því miklar líkur á að lausnin skili sér í verðmæti fyrir aðra notendur. Í síðustu hönnunarítrun gæðavaktarans fékkst staðfest einstök mæliaðferð sem er nú á fyrstu stigum einkaleyfisathugunar. Í lok verkefnisins fór afurðin formlega á markað og hefur nú þegar fyrsta salan átt sér stað. Það er ljóst að þrívíddarprentiðnaðurinn er kominn til að vera og upplifir hann mikinn vöxt sem ekkert lát er á. Því hefur þörfin fyrir gæðaeftirliti aldrei verið meiri og ætlar Euler ehf. sér að vera lykilþáttur í árángursríkri innleiðingu tækninnar á heimsvísu.

HEITI VERKEFNIS: Gæðavaktari fyrir þrívíddarprentiðnað.

Verkefnisstjóri: Eyþór Rúnar Eiríksson

Styrkþegi: Euler ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica