Hagnýting fitusýru úr grálúðu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

7.12.2020

Dermos ehf í samstarfi við Matís hlaut sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði um mitt ár 2018 með það að markmiði að kanna hvort hægt væri að vinna olíu úr grálúðu sem hægt væri að vinna áburð ætluðum þeim sem þjást af exem og psoriasis.

Logo tækniþróunarsjóðs

Verkefnið á sér langa sögu en þegar einn stofnandi Dermos vann sem héraðslæknir á Austfjörðum, fyrir allmörgum árum síðan, heyrði hann á tali manna að fiskverkakonur, löguðust mjög af psoriasis og exemi þegar þær unnu berhentar við grálúðu. Hann ákvað þá í samráði við húðsjúkdómalækni að búa til áburð úr fitu grálúðu. Áburðurinn var prófaður á sjúklingum með þessa húðsjúkdóma og mikill bati náðist en vegna mikillar fiski og lýsislyktar hættu þeir prófunum.

Verkefnið

Markmiðið var að vinna olíuna á þann hátt að lýsislyktin myndi hverfa og vinna úr því áburð sem svo væri prófaður á sjúklingum hér á landi. Með dyggri aðstoð Matís tókst að koma í veg fyrir lýsislyktina og útbúinn var áburður sem um 30 aðilar sem þjást af psoriasis / exemi prófuðu í tvær vikur.

Niðurstaða notendaprófana

Meirihluti notenda fundu fyrir miklum bata á skömmum tíma með daglegri notkun á áburðinum. Eftir samtöl við prófendur er ljóst að gríðarleg ánægja er með áburðinn sem framleiddur var og margir farnir að kalla eftir að hann fari á markað. Til stendur að halda þróun áburðarins áfram og vonandi koma með hann á markað á næsta ári.

HEITI VERKEFNIS: Hagnýting fitusýru úr grálúðu

Verkefnisstjóri: Júlía Guðbjörnsdóttir

Styrkþegi: Dermos ehf.

Tegund styrks:Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica