IceWind vindtúrbínur fyrir fjarskiptamöstur - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

12.10.2020

Markmið verkefnisins voru að betrumbæta, þróa og undirbúa fyrir markað litlar míkró vindtúrbínur sem eru sértaklega hannaðar fyrir fjarskipta-, eftirlits- og neyðarkerfi við krefjandi veðuraðstæður.

Logo tækniþróunarsjóðsVerkefnið IceWind - vindtúrbínur fyrir fjarskiptamöstur hefur lokið tveggja ára þróun með aðstoð Rannís. Á verktímabilinu tókst að tvöfalda nýtni túrbínanna, auka afl og veðurþol, einfalda hönnun og lækka framleiðslukostnað. Næstu skref verkefnisins eru að koma af stað 1-2 ára prufu fasa til undurbúnings fyrir markaðssetningu.

Niðurstöður verkefnisins gera fyrirtækinu kleift að taka næstu skref í vegferð sinni á markað og að halda þróun sinni áfram að fleiri lausnum tengdum míkró aflkerfum utan nets. 

Sjá:  https://icewind.is/

HEITI VERKEFNIS: IceWind vindtúrbínur fyrir fjarskiptamöstur
Verkefnisstjóri: Sæþór Ásgeirsson
Styrkþegi: IceWind ehf.
Tegund styrks: Vöxtur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 44.755.000 ISK alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica