Kælisótthreinsun á fersku kjöti - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.8.2021

Þróað hefur verið kerfi til þess að fækka bakteríum á kjúklingi og kæla kjúkling við vinnslu. Markmið verkefnisins var að vera með frumgerðir á lokastigi og hefur það tekist. IceGun kerfið er í daglegri notkun í 4 verksmiðjum og verið er að ljúka framleiðslu á nýjum viðbótum fyrir kerfið. 

Logo tækniþróunarsjóðsEitt alþjóðlegt einkaleyfi er komið í höfn, PCT/IS2019/000001, og unnið er að skrifum á fjórum nýjum einkaleyfum sem eru afrakstur þessa verkefnis. Einkaleyfin eru grundvöllurinn að því að verja aðferðirnar og vörurnar sem hafa verið þróaðar. Þetta hefur verið eðlilegt ferli í þróun, þar sem verið er að leysa stór vandamál sem ekki hafa verið leyst áður (sennilega vegna þess að það er erfitt að leysa þau). Í heildina er kerfið komið mjög langt, skilar góðum árangri og hefur verið einfaldað og endurbætt. Kerfið var prófað hjá 4 leiðandi framleiðendum í Evrópu sumarið 2019 og var ítarlegum gögnum safnað. Það er þegar kominn einn stór samningur við stærta framleiðandann í Evrópu með vilyrði um fleiri sölur þegar reynsla er komin á kerfið. Aðrir viðskiptavinir eru mjög áhugasamir og það sérstaka við þetta verkefni er að enginn hefur sagt „nei, ég þarf ekki á þessu að halda“.

Fyrirtækið fékk 2 milljónir EUR Horizon 2020 styrk á árinu 2020 fyrir verkefnið „Decontamination with Ice“. Samstarfsaðilar í verkefninu eru DTU í Kaupmannahöf, MATÍS á Íslandi og LDC í Frakklandi (stærsti framleiðandi á kjúklingi í Evrópu). Þessi styrkur er svokallaður Fast Track to Innovation (FTI) og er vaxtarstyrkur og er markmiðið að efla fyrirtækið til vaxtar, m.a. með því að sýna fram á árangur þess að fækka bakteríum á kjúklingi og kæla rétt. Þetta er því sjálfstætt framhald á „Kælisótthreinsun á fersku kjöti“. EU styrkurinn eflir verkefnið verulega, hefur bætt við mælingum og rannsóknum og ger það að verkum að hægt er að þróa enn lengra og prófa mun ítarlegar en áður var gert ráð fy rir. Covid-19 hefur haft mikil áhrif á framgang vegna mælinga erlendis en það sér vonandi fyrir endann á þeim töfum. DTU og Matís munu birta niðurstöður frá mælingum í vísindaritum

HEITI VERKEFNIS: Kælisótthreinsun á fersku kjöti

Verkefnisstjóri: Þorsteinn I. Víglundsson

Styrkþegi: The Ice Chilling Solutions

Tegund styrks: Sprettur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 70.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica