Midbik - umhverfisvænt, kalt viðgerðarmalbik - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

29.8.2022

Markmið verkefnisins var þróun vélar sem framleiðir sérhæft, kalt, umhverfisvænt viðgerðarmalbik, fyrir íslenskar aðstæður og er sérsniðin að endurnýjanlegum orkugjöfum. 

Framleiðsluvél og malbik af þessu tagi hefur ekki verið framleitt áður í heiminum svo vitað sé til og því er nýsköpunargildi verkefnisins mikið auk þess sem alþjóðlegir einkaleyfis- og skölunarmöguleikar eru til staðar hvað varðar framleiðsluvélina sjálfa.Logo tækniþróunarsjóðs

Tæknilegar niðurstöður verkefnisins sýna fram á að afkastageta framleiðsluvélarinnar getur farið vel yfir 1000 tonna framleiðslu á ári, sem er yfir væntingum. Þar spilar rétt stjórnun á hita og rakalosun meginhlutverk. Ljóst er að þurrkun steinefnis með þessum hætti er líklegt til að verða notuð í meira mæli, ekki síst nú þegar flutningskostnaður og umfjöllun um kolefnisspor er nú í hæstu hæðum um heim allan og samkeppnishæfni framleiðsluaðferðarinnar stenst vel alla samkeppnislega þætti auk þess að styðja við hið opinbera sem og einkaaðila, sem hafa vegaframkvæmdir á sinni könnu, að ná markmiðum sínum um lágmörkun kolefnisfótspors.

Nýting afraksturseininga hvað varðar viðgerðarblönduna er þegar hafin, en efnið er til sölu í smásölupakkningum hjá Húsasmiðjunni auk þess sem stórnotendur geta keypt viðgerðarmalbik beint af Midbik ehf . Sú markaðssókn mun halda áfram með auknum þunga ekki síst í ljósi framfara á uppfærslu tæknibúnaðar og steinefnablöndu og þannig er fyrirtækið enn betur í stakk búið að anna eftirspurn. Einnig er í bígerð að Midbik setji af stað viðgerðarþjónustu á malbiki með eigið viðgerðarefni í farteskinu. Umleitanir um hver eftirspurn slíkrar þjónustu gæti orðið, hefur gefið góðar vísbendingar um aðsókn nærliggjandi sveitarfélaga auk Vegagerðarinnar. Útflutningur viðgerðarblöndunnar er á teikniborðinu og nánari athuganir á hugverkavernd framleiðsluvélarinnar eru fyrirhugaðar.

HEITI VERKEFNIS: Midbik - umhverfisvænt, kalt viðgerðarmalbik

Verkefnisstjóri: Brynjar Örn Sigurðsson

Styrkþegi: Midbik ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica