Örugg sveigjanleg griptöng fyrir skurðaðgerðir - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

11.1.2022

Undanfarin ár hefur Reon unnið að þróun á tækni til að lágmarka skaða sem hlýst af meðhöndlun viðkvæmra vefja í speglunaraðgerðum. Það eru þær aðgerðir sem framkvæmdar eru í gegnum litla skurði á sjúklingnum þar sem myndavél og mjóum löngum verkfærum er komið fyrir, svokallaðar speglunaraðgerðir.

Verkefnið hlaut styrk úr Tækniþróunarsjóði í ársbyrjun 2019 og miðaði að því að takmarka þá krafta sem læknar beita á verkfærin til að minnka líkur á innvortis áverkum ásamt því að gefa lækninum betri tilfinningu fyrir því sem hann er að grípa í. Vinna undanfarinna ára hefur skilað sér í tveimur vörum og tveimur einkaleyfum, annarsvegar á mekanískum búnaði sem stöðvar krafta yfir ákveðinni stærð (ShaftLock) og hingsvegar mekanískum búnaði sem jafnar út inntaks og úttakskrafta og gefur þannig betri tilfinningu fyrir því sem verið er að grípa í (StaticBalancer).

Talið er að óviljandi misbeiting krafts í speglunaraðgerðum sé ein af helstu ástæðum fyrir lengingu á legutíma sjúklings að aðgerð lokinni og getur munað miklu fyrir heilbrigðiskerfið ef hægt er að auka öryggi í þessum aðgerðum og fækka legudögum. Það einstaka við vörurnar er að þær eru algerlega mekanískar og kalla ekki á notkun á rafeindabúnaði sem þýðir að þær breyta ekki verklagi skurðlæknisins, verklagi við sótthreinsun og hægt er að halda framleiðslukostnaði lágum.

Verkefnið hefur verið unnið í góðu samstarfi við háskóla- og spítalasamfélagið með aðkomu sérfræðinga frá Íslandi, Hollandi, Þýskalandi og Danmörku, en sótt var sérfræðiþekking erlendis sem ekki var hægt að finna nálgast auðveldlega hér á landi. Verkefnastjórn verkefnisins ber sérstakar þakkir til Landspítalans, NMÍ og Rannís fyrir ómetanlegan stuðning.

Verkefnið er líklegast með því fyrsta sinna tegundar á Íslandi en við búum yfir miklum auðlindum hér á landi til að stunda þróun af þessu tagi. Nú undir lok síðasta stuðningsárs Rannís er komið á samtal á milli Reon og eins stærsta framleiðanda lækningatækja í heiminum og hafa félögin skrifað undir trúnaðar- og viljayfirlýsingu um að finna vörunum frarveg út á markaðinn.

Sjá: http://reon.engineering/

HEITI VERKEFNIS: Örugg sveigjanleg griptöng fyrir skurðaðgerðir

Verkefnisstjóri: Ásþór Tryggvi Steinþórsson

Styrkþegi: Reon ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 50.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica