Útgáfa rafrænna vegabréfa sem einstaklingar geta notað til að sannreyna hverjir þeir eru á netinu – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

1.8.2019

Authenteq lausnin hefur með hjálp Tækniþróunarsjóðs og erlendra fjárfesta skapað raunveruleg verðmæti í Authenteq lausninni og er Authenteq nú í mikilli markaðssókn á alþjóðlegum mörkuðum. 


 hefur nú lokið 3ja ára stuðningi frá Tækniþróunarsjóði. Authenteq er heiti á tæknilausn þar sem hugbúnaður og vélbúnaður vinna saman til þess að gera einstaklingum kleift að staðfesta auðkenni sitt á rafrænan hátt, vista rafrænu auðkennin á farsímunum sínum og deila þeim á öruggan hátt með öðrum í gegnum netið. Í Authenteq lausninni, ólíkt flestum öðrum rafrænum auðkennislausnum, er einstaklingurinn með fulla stjórn á sínu rafræna auðkenni og hvaða persónuupplýsingum hann deilir með hverjum.

Authenteq lausnin hefur á þessum þremur árum þróast frá því að vera fræðileg tækni- og viðskiptahugmynd yfir í vöru sem hefur verið gefin út og er notuð af fjölda fyrirtækja í níu löndum. Verkefnið hefur gengið vel og hefur Authenteq nýlega lokið við “Series A” fjármögnun sem leidd var af Captial300 og Draper Associates, sem eru þekktir fjárfestar í tækninýsköpun. Authenteq lausnin hefur með hjálp Tækniþróunarsjóðs og erlendra fjárfesta skapað raunveruleg verðmæti í Authenteq lausninni og er Authenteq nú í mikilli markaðssókn á alþjóðlegum mörkuðum. Á síðustu sex mánuðum hafa til að mynda tveir nýir sölumenn verið ráðnir til fyrirtækisins og ný þriggja manna markaðsdeild hefur verið sett á fót. Þar að auki heldur varan áfram að þróast hratt og fyrirtækið að stækka og starfa nú 35 manns hjá fyrirtækinu bæði á Íslandi og í Berlín.

Authenteq lausnin er seld til fyrirtækja sem greiða gjald fyrir auðkenningu á viðskiptavinum. Fyrirtæki geta innleitt Authenteq launsina beint inn í sínar eigin tæknilausnir í gegnum öflugan SDK (Software Development Kit), eða notast við Authenteq Appið sem þróað hefur verið fyrir Android og iOS. Einstaklingar byrja auðkenninguna sína á að taka sjálfu („selfie“) með farsímanum sínum og skanna persónuskilríki með mynd. Authenteq lausnin ber saman andlitin á myndunum til að ganga úr skugga um að sama manneskjan sé á þeim báðum, auk annarra öryggisþátta sem eru kannaðir svo sem hvort manneskjan sem er að taka myndina er að gera það í rauntíma og hvort átt hafi verið við persónuskilríkin á einhvern hátt. Authenteq lausnin styður skilríki frá yfir 150 löndum.

Eftir auðkenningarferlið gefur Authenteq út skírteini, nokkurs konar rafrænt vegabréf á blockchain, sem notandinn getur notað til að sýna öðrum sem hann á í viðskiptum við að hann sé sá sem hann segist vera sem stuðlar að ábyrgri hegðun á netinu í samskiptum og fækkun á afbrotum á netinu eins og kreditkorta svindl og sölusvindl. Tæknin nýtist bæði á fyrirtækjamarkaði sem og notendamarkaði, þótt tekjurnar komi aðallega frá fyrirtækjamarkaði.

Heiti verkefnis: Útgáfa rafrænna vegabréfa sem einstaklingar geta notað til að sannreyna hverjir þeir eru á netinu
Verkefnisstjóri: Kári Þór Rúnarsson
Styrkþegi: Authenteq ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica