Á döfinni

Verið velkomin á ráðstefnu um jöfn tækifæri í Erasmus+ þann 11. október 2019

Ráðstefnunni er ætlað að fjalla um þann stuðning sem er fyrir hendi til að tryggja að allir hafi jöfn tækifæri til þátttöku í Erasmus+. Við munum heyra frá íslenskum og erlendum sérfræðingum sem deila reynslu sinni af málaflokknum og ræða við ráðstefnugesti um leiðir til að nýta áætlunina sem best svo að jákvæð áhrif hennar skili sér til sem flestra, óháð bakgrunni þeirra og aðstæðum.

Í lok ráðstefnunnar verða veittar viðurkenningar til þeirra verkefna sem hafa unnið sérlega gott starf í þágu jafnra tækifæra. Ráðstefnan er því kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja fá innblástur til að nýta Erasmus+ til að stuðla að virkri þátttöku og auknum réttindum í stofnun sinni eða samtökum. Hún er opin öllum þeim sem tengjast formlegri og óformlegri menntun á öllum skólastigum, sem og æskulýðsmálum, en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig. Athugið að sumir dagskrárliðir fara fram á ensku.

Dagskrá og skráning

Viðburðurinn er hluti af Erasmus-dögum / #ErasmusDays.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica