Á döfinni

Hafa ekki allir gott af Rítalíni?

Vísindakaffi 24. september kl. 20:30

  • 24.9.2019, 20:30 - 22:00, Vísindakaffi

Umræða um misnotkun örvandi lyfseðilsskyldra lyfja hefur aukist á undanförnum árum. Methýlfenídat  (MPH) er virka efnið í rítalín, rítalín uno og concerta. Rannsókn á misnotkun MPH á Íslandi hafa leitt í ljós að yfir 10% háskólanema í grunnnámi sem tóku þátt höfðu misnotað þessi lyf til taugaeflingar (e. neuroenhancement) og/eða afþreyingar. Auk þess hefur misnotkun MPH í æð verið algeng á Íslandi og sýndu niðurstöður rannsókna að tæplega 90% þátttakenda hafði notað MPH í æð og kusu að nota það fram yfir önnur efni á borð við kókaín og ópíóða.

Í aðdraganda Vísindavöku Rannís 2019 verður hellt upp á fjögur vísindakaffi á Kaffi Laugalæk og þrjú vísindakaffi á landsbyggðinni, á Ströndum, í Bolungavík og á Akureyri.

Sjá dagskrá allra vísindakaffisikvöldanna hér. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica