25 ára afmæli MEDIA

22.8.2016

Frá árinu 1991 hefur MEDIA áætlunin styrkt evrópska kvikmynda- og margmiðlunar­geirann (þar á meðal kvikmynda-, sjónvarpsþátta- og tölvuleikjagerð) til að koma á framfæri einstakri fjölbreytni evrópskrar menningar. Meira en 336 milljarðar kr. hafa verið veittar til þess að tengja saman fagfólk og ná til nýrra áhorfenda. Þannig færð þú tækifæri til að upplifa áhrifamikla evrópska fjölmenningu í kvikmyndahúsum, í sjónvarpi og í farsímanum þínum.

Í tilefni afmælisins voru gerðir einblöðungar með upplýsingum um kvikmynda- og margmiðlunargeirann í þeim löndum sem hafa lengi tekið þátt í MEDIA, þar á meðal Íslandi.

Creative Europe/MEDIA upplýsingastofur halda upp á afmælið á samfélagsmiðlum og deila sögum um velgengni þeirra verkefna sem hafa fengið stuðning frá MEDIA í gegnum árin. Vikuna 22. – 28. ágúst verður kastljósinu beint að Íslandi og Lettlandi og munum við taka þátt bæði á Twitter og Facebook. Fylgið okkur og fylgist með!

MEDIA um alla Evrópu

Evrópusambandið hefur veitt 336 milljörðum kr. til kvikmynda- og margmiðlunargeirans á síðastliðnum 25 árum. Á tímabilinu 2014-2020 munu verða veittar 112 milljarðar kr. til að renna stoðum undir samkeppnishæfni og fjölbreytni geirans. Árið 2016, verða ríflega 14 milljarðar kr. veittar til margvíslegra verkefna innan kvikmynda- og margmiðlunargeirans:

  • Þjálfun fyrir fagfólk
  • Þróun sjónvarpsþátta
  • Sala og dreifing á evrópskum kvikmyndum milli landa
  • Þróun tölvuleikja
  • Aðgengi að mörkuðum
  • Þróun kvikmynda

Tryggingasjóður stofnaður á árinu

Á þessu ári var stofnaður tryggingarsjóður að upphæð 17 milljarðar kr. með það að markmiði að tryggja lán til verkefna stofnana eða fyrirtækja í skapandi greinum, sem eykur samkeppnishæfni þeirra. Evrópusambandið (stefnumótun, fjármál, samskipti), skrifstofa framkvæmdarstjórnar EAC (Education, Audiovisual & Culture) og upplýsingastofur Creative Europe bera ábyrgð á framkvæmd MEDIA.

Vinsamlegast beinið fyrirspurnum varðandi Creative Europe/MEDIA áætlunina til upplýsingastofu Creative Europe á Íslandi: creative.europe(hja)rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica