Creative Europe - yfirlit ársins 2023

1.2.2024

Creative Europe - kvikmynda- og menningaráætlun ESB. Þátttaka ársins 2023 og væntanlegir umsóknarfrestir.

MEDIA - Metþátttaka íslenskra kvikmynda-framleiðenda

Á árinu 2023 fékk kvikmyndagerðarfólk styrki frá MEDIA að upphæð rúmlega 2,3 milljónir evra eða 325 milljónir íslenskra króna. Heildarfjöldi umsókna 2023 var eftirfarandi:

Sextán umsóknir frá íslenskum aðilum voru sendar inn og fengu 7 þeirra úthlutað styrkjum. Það er mjög ánægjuleg niðurstaða enda mikil gróska í kvikmyndagerð á meðal íslensks fagfólks

 • Fimm umsóknir voru sendar inn í sjónvarpssjóð MEDIA og voru fjórar þeirra samþykktar sem er einstakur árangur. Hver framleiðandi hlýtur 500.000 evra framleiðslustyrk eða í heild 2 milljónir evra
  Fyrirtækin eru:
  • Glassriver ehf. fékk styrk fyrir Svarta sanda 2
  • Compass ehf. fyrir teiknimyndaseríuna Ormhildur the Brave
  • New Media ehf. fyrir Reykjavík 112
  • Vigdís Productions ehf. fyrir þáttaröðina Vigdís
 • Ein umsókn fór í kvikmyndahátíðasjóð MEDIA Festival og hlaut RIFF 72.000 evra styrk
 • Níu umsóknir voru sendar inn í Þróunarsjóði MEDIA, átta í Mini Slate og ein í samþróunarsjóð

Kona í forgrunni og skuggi á bakviðSamanlagt var sótt var um styrki til að þróa 25 verkefni af ýmsu tagi, leiknar kvikmyndir, sjónvarpsþáttaraðir, heimildamyndir, teiknimyndir og stuttmyndir.

Það er ánægjulegt að sjá að nýjum fyrirtækjum fjölgar í greininni og fleiri sækja um til MEDIA. Ein umsókn fékk úthlutun, framleiðslufyrirtækið Compass ehf. fékk 140 þúsund evrur til fimm verkefna, þróun tveggja bíómynda, teiknimyndaseríu og „docudrama“ sem er blanda af heimildarmynd og leiknu efni auk stuttmyndar.

Þá fór umsókn um dreifingu á evrópskum kvikmyndum inn og fékk úthlutun. Fleiri umsóknir gætu komið í ljós í byrjun næsta árs.

Fjórar umsóknir voru sendar inn í desember 2023 í sjónvarpssjóð MEDIA og munu niðurstöður birtast vorið 2024. Síðari skilafrestur hjá Sjónvarpssjóðnum verður 14. maí 2024.

Fyrir framleiðendur er áhugavert að vita að búið er að gefa út umsóknargögn fyrir Samþróunarsjóð MEDIA og skilafresturinn er 6. mars 2024. Umsóknargögn fyrir Mini Slate á árinu 2024, verða birt í vor.

Þá eru ýmsir aðrir sjóðir fyrir kvikmyndabransann, sem eru sérhæfðir í MEDIA

Næstu skilafrestir MEDIA 2024 eru:

 • 24. janúar 2024 fyrir þróun tölvuleikja
 • 24 janúar 2024 fyrir” Innovative Tools and Business Models”, styrkir til að auka þátttöku áhorfenda, grænar áherslur og rafræn verkfæri í faginu
 • 7. mars 2024. Media Literacy: Styður skapandi samstarf minnst 3 landa, hægt að sækja um allt að 500.000€ í verkefnastyrki (70% af kostnaði)
 • 14. mars og 18. júlí eru skilafrestur hjá Films on the Move
 • 25. apríl verður umsóknarfrestur fyrir dreifendur til að styrkja sýningar á evrópskum kvikmyndum á Ísland

Umsóknargögn

Creative Europe Menning / Culture

Metfjöldi íslenskra þátttakenda var í umsóknum CE samstarfsverkefnum á umsóknarfresti í mars 2023. Fimm sóttu um að stýra verkefnum og þrettán voru þátttakendur í verkefnum en því miður fengu þessi verkefni ekki brautargengi þegar niðurstaða lá fyrir í september 2023.

Samstarfsverkefni Co-operation projects

Styrkir til samstarfsverkefna umsóknarfrestur til 23. janúar 2024

Framkvæmdastjórn stóð fyrir rafrænum hugmyndabankafundi 30. nóvember 2023 fyrir verðandi þátttakendur í áætluninni og voru 20 fjölþjóðlegar hugmyndir kynntar og um 200 manns sóttu fundinn víðsvegar að úr Evrópu.

Samstarfsverkefni skiptast í:

Minni verkefni (Small scale): minnst þrjú samstarfslönd og styrkur er allt að 200.000 evrur og 80% framlag.
Stærri verkefni (Medium scale) minnst fimm samstarfslönd þar sem styrkur er allt að 1.000.000 evra og 70% framlag. Verkefni geta varað í allt að 48 mánuði.
Fyrir hverja: Stofnanir, félög og fyrirtæki á sviði menningar og skapandi greina. Verkefni hafi skýra evrópska tengingu/evrópska vídd enda kjarni áætlunarinnar.

 1. Annað tveggja markmiða komi fram í verkefnisumsókn:
  Evrópskt samstarf í sköpun og miðlun evrópskrar menningar og lista, auk þess að koma listafólki á framfæri landa á milli.

 1. Nýsköpun, evrópskar skapandi greinar styrki og næri hæfileikafólk sem leiði til atvinnusköpunar og vaxtar.  

Umsóknir og verkefnastyrkir

Dæmi um evrópsk samstarfsverkefni með íslenskri þátttöku

Brosandi kona á bleikum grunni með blóm og fleira skreytiefni

Culture Moves Europe – ferðastyrkir til listamanna og listasmiðja

Ferðarstyrkir til menningarstarfsmanna og listamanna, hægt að sækja um ferða- og námsdvalarstyrk í hverjum mánuði til 31. maí næstkomandi.

Fyrir listasmiðjur/resídensíur að sækja um styrki fyrir móttöku á listamönnnum

Nánar um Culture Moves Europe

Náms og dvalarstyrkir til listamanna á sviði lista og menningar. Markmið Culture Moves Europe er að koma á tengslum og efna til samstarfs evrópsks listafólks. Hægt er að sækja um ferðastyrki á sviði arkitektúrs, menningararfs, hönnunar, myndlistar, bókmenntaþýðinga, tónlistar og sviðslista. Ferðastyrkur er 350€ auk 75€ á dag til uppihalds. Auk þess er hægt að sækja um styrk vegna barna, 100 evrur á dag óháð fjölda barna. Einstaklingar geta sótt um dvöl í 7-60 daga og hópar allt að fimm manns geta sótt um dvöl frá 7-21 dag. Umsóknarfrestur er opinn til 31. maí en umsóknir eru afgreiddar mánaðarlega og umsækjendum svarað.

Styrkir til listasmiðja / residensía

Markmið Culture Moves Europe er að styrkja listasmiðjur í Evrópu til að taka á móti evrópskum listamönnum til að sinna sköpun á sviði arkitektúrs, menningararfs, hönnunar, bókmenntaþýðinga, tónlistar, sviðslista eða myndlistar. Hægt er að sækja um vist fyrir allt að 5 listamenn til dvalar frá 22 dögum í allt að 300 daga. Listamenn sem sækja listasmiðjur skulu koma frá öðru Evrópulandi og vera 18 ára og eldri. Culture Moves Europe er ætlað að styrkja alþjóðlegan blæ listasmiðja.

Nánar: styrkir eru 35 evrur á dag fyrir hvern listamann til listasmiðju, 25 evrur fyrir uppihald. Ferðakostnaður er greiddur 350 evrur fyrir ferðir undir 5000 km og 700 evrur ef ferðalagið er meira en 5000 km. 

Bókmenntaþýðingar (Literary translation)

Næsti umsóknarfrestur er 16. apríl 2024. Hægt að sækja allt að 100.000 evrur fyrir þýðingar bókmennta- og skáldverka allt að fimm verkum. Bókaútgefendur geta sameinast um umsókn.

European Platforms for Promotion of Emerging Artists

European Platforms for Promotion of Emerging Artists, kemur á framfæri evrópskum listamönnum og þeirra verkum og ná til nýrra áheyrenda. Samstarfsverkefni og hægt er að sækja um allt 2.8 milljónir evra, styrkir verða veittir til 15 verkefna, umsóknarfrestur er til 31. janúar 2024.

Pan European Cultural Entities

Styður þjálfun og tónleikatækifæri fyrir hljómsveitir og unga tónlistarmenn 3-5 fjölþjóðleg verkefni (20 lönd hið minnista í samstarfi) eru styrkt. Hægt að sækja um allt að 2.4 milljónir evra til 4 ára verkefna 40% framlag til verkefnis. Umsóknarfrestur er 31. janúar 2024.

European Networks of Cultural and Creative Organizations

Styður evrópsk net á öllum sviðum mennignar og lista. Hægt er að sækja um allt að 1.2 milljónir evra til 4 ára.

European Platforms 2024

Umsóknarfrestur er til 7. mars 2024. Markmiðið er að styðja getu Evrópskar skapandi greinar til að mæta áskorunum og koma á framfæri nýsköpun og jafnframt að skapa ný störf.  

Mynd af Sigrúnu sem hlaut bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins

Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins 13 höfundar tilnefndir

Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins, tilnefndir voru 13 höfundar. Tilnefndir rithöfundar koma frá eftirfarandi löndum: Armenía, Eistland, Finnland, Frakkland, Kosovo, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Svartfjallaland, Pólland, Svíþjóð og Tékkland.

Margar myndir af fólki settar saman í eina

European Heritage Awards/evrópsk menningararfleifð

European Heritage Award er veitt árlega og á árinu 2023 voru 30 vinningshafar frá 21 Evrópulandi tilkynntir í september 2023.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica