Culture Moves Europe - opnað verður fyrir umsóknir í október 2025
Rúmlega 7000 listamenn og starfsfólk menningarstofnana hafa fengið náms- og ferðastyrki í áætluninni Culture Moves Europe.
Evrópskir styrkhafar eru 7274 og útdeilt hefur verið samtals 15 milljónum evra til einstaklinga til listaresidensíudvalar víðs vegar í Evrópu og ferðalögin spanna yfir 20 milljón kílómetra innan Evrópu.
Árangur í tölum frá þátttakendum:
- 97,7% tileinkuðu sér nýja nýja færni
- 95,6% stefna að því að fara utan aftur
- 99,6% gefa Culture Moves Europe góð meðmæli
- 76,2% fengu atvinnutilboð, samning eða ný tækifæri í kjölfar námsdvalar
- 77,9% hefðu ekki náð að fullvinna sín verkefni án Culture Moves Europe styrks
Mikill meirihluti þátttakenda voru ungir og upprennandi listamenn. Helmingur þátttakenda ferðaðist á umhverfisvænan máta. Þá hafa einnig verið veittir styrkir til listaresidensía að taka á móti evrópskum listamönnum.
Hefur þú spurningar? Kynntu þér algengar spurningar um listaresidensludvalir.
Fylgstu með vefsvæði Culture Moves Europe!