Europa Nostra menningarverðlaun ESB – frestur til að sækja um fyrir verkefni er 1. október 2016

23.9.2016

Arkitektar, handverksfólk, sérfræðingar á sviði menningararfleifðar, fagfólk, sjálfboðaliðar, stofnanir, og sveitarfélög! Nú er tækifæri til að vinna þessi mikilsvirtu verðlaun! Árið 2016 var Minjavernd á meðal vinningshafa og vann til verðlauna fyrir endurbyggingu Franska spítalans á Fáskrúðsfirði.

Það er mikill heiður að hljóta Europa Nostra menningarverðlaun Evrópusambandsins fyrir verkefni á sviði menningararfleifðar. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi verkefni eins og endurgerðir á menningarminjum, mikilvægar rannsóknir og til fagfólks og sjálfboðaliða sem vinna í þágu menningararfleifðar. Einnig eru verðlaunin veitt til vitundarvakningar, þjálfunar og menntunar í greininni.

Á árinu 2017 verða veitt allt að 30 verðlaun fyrir menningararfleifðarverkefni í Evrópu. Af þeim hljóta 7 verkefni Grand Prix og 10.000 evrur hvert. Eitt verkefni hlýtur Public Choice Award, sem verður valið með netkönnun.

Vinningshafar verða heiðraðir á verðlaunaafhendingu sem verður haldin í júní 2017 í Turku, Finnlandi.

Sæktu um fyrir þitt verkefni og deildu afrekum þínum á evrópska og alþjóðlega vísu!

sækja um hér

Umsóknarfrestur: 1. október 2016

Kynningarmyndband

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica