Kvikmyndin Undir trénu fékk stóran dreifingarstyrk frá MEDIA áætlun ESB

18.5.2018

Í síðustu úthlutun dreifingarstyrkja frá MEDIA áætluninni fékk kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu háan styrk til sýninga í kvikmyndahúsum í Evrópu. Myndin fékk dreifingu til 29 landa að upphæð 547.400 evra. 

  • Media lógó

Þetta er frábær árangur en aðeins sjö kvikmyndum var úthlutað dreifingarstyrkjum að þessu sinni. 

Styrkurinn er meðal þeirra stærstu sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið til dreifingar erlendis frá því að Íslendingar hófu þátttöku í MEDIA áætlun ESB árið 1992. 

Starfsfólk Rannís óskar aðstandendum kvikmyndarinnar til hamingju með velgengnina.

Undir_trenuUnder_the_tree

Sjá nánari upplýsingar um MEDIA áætlunina .
Þetta vefsvæði byggir á Eplica