MEDIA: Úthlutanir ársins 2017

21.12.2017

Árið 2017 var gjöfult ár fyrir íslensk kvikmyndafyrirtæki. Enn og aftur er nýtt met slegið í úthlutunum til íslenskra fyrirtækja í hljóðmyndræna geiranum. Úthlutað var ríflega 1,1 milljón evra eða um 134 milljónum íslenskra króna til íslenskra umsækjenda. Í fyrsta skipti fengu tvær íslenskar spennuþáttaraðir styrki samtímis, sem er frábær árangur og ber vitni um færni okkar fagfólks.

Send var 41 umsókn frá Íslandi í mismunandi sjóði MEDIA og fengu 19 þeirra styrki, þar með er hlutfall styrktra verkefna af umsóknum ríflega 46% sem er mjög hátt fyrir MEDIA sjóðina. Enn á eftir að fá nákvæmlega í evrum frá tveimur sjóðum, þær upphæðir munu hækka heildartöluna. 

Styrkir til framleiðenda


Styrkir til framleiðenda til framleiðslu á sjónvarpsefni:
Fjórar íslenskar umsóknir voru sendar inn á tveimur skilafrestum 2017 og tvær þeirra fengu veglegar úthlutanir.

  • RVK Studios ehf. fékk úthlutað 500.000 evrum fyrir framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærðar. 
  • Saga Film ehf. fékk úthlutað 318.139 evrum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Flateyjargátuna.

Aðeins var úthlutað 24 styrkjum á þessum skilafresti og er þetta í fyrsta sinn að tvær íslenskar þáttaraðir fá svo stórar úthlutanir, við megum una glöð við okkar hlut. 

Styrkir til íslenskra fyrirtækja til undirbúnings kvikmynda: 

Tveir skilafrestir voru á árinu, voru 11 umsóknir sendar inn og fengu fjórar úthlutun. 

  • Tvíeyki ehf. fékk úthlutað 50.000 evrum fyrir kvikmyndina Unu. 
  • Pegasus ehf. fékk úthlutað 50.000 evrum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Hjarnið.
  • Netop ehf. fékk úthlutað 50.000 evrum fyrir kvikmyndina The County.
  • Join Motion Pictures ehf. fékk úthlutað 50.000 evrum fyrir kvikmyndina Hvítan, hvítan dag.

Lán og styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum


Valkerfið
Tveir skilafrestir voru á árinu og voru 22 umsóknir sendar inn og fengu 10 þeirra úthlutun.

  • Bíó Paradís fékk dreifingarstyrk vegna níu kvikmynda eða 3.000 evrur fyrir hverja þeirra. Kvikmyndirnar eru: La Sage Femme, Frantz, Hymyileva Mies, Slava, Toivon Tuolla Puolen, Testrol Es Lelekrol, Aus Dem Nichts, The Square og 120 Battement par minute.
  • Myndform ehf. fékk 3.000 evrur fyrir dreifingu á einni kvikmynd: Thelmu.


Enn á eftir að fá niðurstöður úr sjóði fyrir sjálfvirka dreifingu og frá samtökum kvikmyndahúsa. 

Styrkir til kvikmyndahátíða


Á fyrsta skilafresti umsókna voru tvær íslenskar umsóknir sendar inn og fékk önnur þeirra úthlutun. Fyrirtækið Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fékk úthlutað 63.000 evrum fyrir RIFF 2017.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica