MEDIA: Úthlutanir ársins 2018

17.12.2018

Úthlutað hefur verið ríflega 109 milljónum króna til íslenskra verkefna úr kvikmyndahluta Menningaráætlunar ESB á árinu 2018 og er árangurshlutfallið 63%.

Velgengni íslenskra kvikmynda í MEDIA áætluninni heldur áfram á árinu 2018. Samtals fóru 30 umsóknir frá Íslandi á árinu og fengu 19 þeirra brautargengi sem er rúmlega 63% árangurshlutfall sem er mjög vel yfir meðaltali á Evrópuvísu.

Styrkir til dreifingar
Af árangri íslenskra kvikmynda ber hæst dreifingarstyrkur til kvikmyndarinnar Undir trénu, í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. Myndin fékk úthlutað 547.400€ til dreifingar í 29 löndum. Þetta er frábær árangur þar sem aðeins sjö kvikmyndum var úthlutað dreifingarstyrkjum að þessu sinni. Styrkurinn er meðal þeirra stærstu sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið til dreifingar erlendis frá því að Íslendingar hófu þátttöku í MEDIA árið 1992.

Styrkir til undirbúnings kvikmynda
Sótt var um undirbúningsstyrk fyrir alls tíu kvikmyndir og fengu sjö þeirra úthlutanir:

  • Kvikmyndafélag Íslands ehf. fékk úthlutað 50.000€ fyrir tónlistarmynd fyrir börn Abbababb.
  • Nimbus Iceland fékk úthlutað 30.000€ fyrir kvikmyndina Bergmál.
  • Sagafilm úthlutað 210.000€ til undirbúnings fimm verkefna, sjónvarpsþáttaraðanna Systrabönd, Víghóla og Líflínuna; heimildarmyndina Battle for Iceland; og sýndarveruleikaverkefnið The Story of Forces. Að auki fékk Sagafilm framleiðslustyrk fyrir stuttmyndina Frú Regína sem Garpur I. Elísabetarson leikstýrir.


Styrkir til til framleiðslu á sjónvarpsefni
Tvær umsóknir voru sendar inn en því miður fékk hvorug þeirra úthlutun.

Styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum (valkerfið)
Fimmtán umsóknir voru sendar inn og fengu tíu þeirra úthlutun. Í heildina fengu bíódreifendur 22.000€ í styrki til sýninga eftirfarandi kvikmynda:

  • Bíó Paradís fyrir níu kvikmyndir L´Apparition og L´Atelier frá Frakklandi, Napszallta frá Ungverjalandi, Lazzaro Felice frá Ítalíu, Transit frá Þýskalandi, Zimna Wojna og Twarz frá Póllandi, Girl frá Belgíu og Grans (AKA Border) frá Danmörku.
  • Myndform fyrir spænsku kvikmyndina Todos Lo Saben.


Styrkir til kvikmyndahátíða
Ein umsókn var send inn en fékk því miður ekki úthlutun.

Styrkir til dreifenda
Að lokum eru fastir styrkir til dreifenda en upphæðir þeirra eru ekki komnar fram.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica