MEDIA: Úthlutanir ársins 2019

20.12.2019

Úthlutað hefur verið tæplega 129 milljónum króna til íslenskra verkefna úr kvikmyndahluta Menningaráætlunar ESB á árinu 2019 og er árangurshlutfallið um 46%.

Velgengni íslenskra kvikmynda í MEDIA áætluninni var umtalsverð árið 2019. Samtals fóru 35 umsóknir frá Íslandi á árinu og fengu 16 þeirra brautargengi sem er um 46% árangurshlutfall. Meðal þeirra 20 evrópsku kvikmynda sem fengu stóra dreifingarstyrki, voru tvær íslenskar, sem er mjög góður árangur á Evrópuvísu.

DreifingarstyrkirHeradid_Mynd2_-c-2019-Netop-Films

Af árangri íslenskra kvikmynda ber hæst dreifingarstyrk til kvikmyndar Gríms Hákonarsonar og Netop films, Héraðið. Myndin fékk úthlutað 518.000€ til dreifingar í 28 löndum. Þetta er frábær árangur en styrkurinn er meðal þeirra hærri sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið til dreifingar erlendis frá því að Íslendingar hófu þátttöku í MEDIA. Þá fékk kvikmynd Hlyns Pálmasonar og Join Motion Pictures, Hvítur, Hvítur Dagur, einnig myndarlegan styrk upp á 280.000€ til dreifingar í 15 Evrópulöndun.

Styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum (valkerfið)

Sendar voru 15 íslenskar umsóknir fyrir dreifingu evrópskra kvikmynda á Íslandi og fengu 11 þeirra jákvætt svar.

Styrkir til undirbúnings kvikmynda
Á árinu voru tíu íslenskar umsóknir til undirbúnings kvikmynda sendar inn og fékk ein þeirra úthlutun. Það var framleiðslufyrirtækið Tenderlee ehf. sem fékk úthlutað 50.000 evrum fyrir leikna kvikmynd: Wild Summer.

Styrkir til framleiðslu á sjónvarpsefni
Tvær umsóknir voru send inn til framleiðslu á sjónvarpsefni en fengu því miður ekki úthlutun.

Styrkir til kvikmyndahátíða
Alls fóru fjórar íslenskar umsóknir inn á fyrsta og öðrum skilafresti en fengu ekki úthlutun.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica