MENNING: Úthlutanir ársins 2018

17.12.2018

Verkefni á sviði menningararfs Evrópu með íslenskri þátttöku, og styrkur til samstarfs á sviði leiklistar.

Á síðasta ári bar hæst menningararf Evrópu, en árið 2018 var tileinkað honum. Markmið ársins var að vekja athygli á og fagna fjölbreytileika evrópskrar menningar í byggingarlist, fornleifum, fornum ritum, og í listum og nýsköpun.

Samstarfsverkefni á sviði menningararfs

Íslenska fyrirtækið Einkofi Production er þátttakandi í menningarverkefninu NATUR: North Atlantic Tales, sem styrkt er af Creative Europe. Verkefnið skoðar sameiginlega sögu Íslands, Noregs, Danmerkur og Bretlands með því að bjóða listafólki að rannsaka muni, skjalasöfn og bækur í hverju landi fyrir sig og sækja sér innblástur til nýrra verka. Listsköpuninni er ætlað að skoða margvíslegar hliðar þátttökulandanna í nútíð og fortíð, þ.á.m. þjóðsögur, tungumál, verslunarhætti, fiskveiðar, iðnvæðingu, átök, olíu, sögu kvenna og rafræna framtíð.

Verkefninu stýrir SICC Productions Ltd. UK en auk Einkofi Productions eru þátttakendur Erfjordgt.8 AS frá Noregi og Samskab Kunst og Kulturprodutioner ApS frá Danmörku. Samstarfið er til tveggja ára, 2018-2020, og nemur styrkur til verkefnis 200.000€ og er hlutur Einkofa 55.000€.

Nánari upplýsingar eru að finna: www.naturproject.org.

Samstarfsverkefni á sviði leiklistar
Leikhópnum RaTaTam hlaut styrk frá Creative Europe til næstu þriggja ára vegna verkefnis sem nefnist Shaking the Walls ásamt þremur öðrum leikhópum.

Verkefnið er leitt af Sheakspeare leikhúsinu í Gdansk í Póllandi; aðrir þátttakendur eru Parrabola leikhúsið frá Donegal á Írlandi, Cooltour frá London, og An Grianan Ostrava í Tékklandi.

Hvert leikhús skilgreinir málefni í sínu heimalandi sem þarfnast umfjöllunar og setji upp sýningu og standi fyrir umræðum. Framlag RaTaTam er uppfærslan á Suss sem var unnin upp úr viðtölum við þolendur og gerendur heimilisofbeldis. RaTaTam sýnir leikverkið í Ostrava árið 2019 og Gdansk 2020. Áætlaður styrkur er nálægt 4 milljónum fyrir leikhópinn, eða 24.858 €.

Suss-Plagat-Enska_-002-

Bókmenntaþýðingar
Tvær umsóknir bárust frá íslenskum útgefendum en hvorug þeirra fékk brautargengi.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica