Sagafilm fær 210 þúsund evru styrk frá Creative Europe/MEDIA

18.9.2018

Fyrir stuttu voru tilkynntar niðurstöður vegna umsókna um undirbúning kvikmynda hjá Creative Europe MEDIA, menningar- og kvikmyndaáætlun ESB.
Sagafilm_logoMeðal umsækjenda sem fengu styrk að þessu sinni var íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm. Styrkurinn var að upphæð 210 þúsund evrur og skiptist á sex verkefni: 

Undirbúningsstyrkir fyrir sjónvarpsþáttaraðirnar SystraböndVíghóla og Líflínuna; heimildarmyndina Battle for Iceland; og Sýndarveruleikaverkefnið The Story of Forces. Einnig framleiðslustyrkur fyrir stuttmyndina Frú Regína sem Garpur I. Elísabetarson leikstýrir.

Við óskum Sagafilm til hamingju með aldeilis framúrskarandi árangur.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica