Vinningshafar European Heritage Awards/evrópsk menningararfleifð

28.6.2023

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Europa Nostra veittu þann 13. júní 2023 European Heritage Awards/Europa Nostra Award til 28 aðila frá 20 löndum.

Verðlaunin sem fyrst voru veitt árið 2002 af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa verið í umsjón  Europa Nostra frá upphafi. 

Markmiðið er að draga fram og og stuðla að bestu starfsvenjum í varðveislu og eflingu áþreifanlegs og óefnislegs menningararfs, auka flæði þekkingar yfir landamæri innan Evrópu, auka vitund almennings og virðingu fyrir menningararfi Evrópu og hvetja til frekari góðra verka með því að beina kastljósinu að tilteknum verkefnum. 

Verkefnin í ár eiga það sammerkt að þau kynna til sögunnar nýjustu stefnur og þróun á sviði arfleifðar. Verðlaunin eru veitt á eftirfarandi sviðum: Varðveisla og nýting, rannsóknir, kennsla og þjálfun, borgaraleg þátttaka og vitundarvakning og menningararfs-meistarar.

Listi yfir vinningshafa

Myndband af verkefnum:
2023 Winners European Heritage Awards - Europa Nostra Awards on Vimeo








Þetta vefsvæði byggir á Eplica