Menningarhluti Creative Europe: Úthlutun 2016

2.2.2017

Í menningarhluta Creative Europe fékk Reykjavik Dance Festival styrkfé sem þátt­takandi í stóru evrópsku samstarfs­verkefni.

Bókmenntaþýðingar

Tveir íslenskir bókaútgefendur sendu inn umsóknir til þýðinga á bókmenntum síðastliðið vor en hvorug þeirra hlaut brautargengi. Við síðustu úthlutun í þessum flokki verkefna var árangurshlutfallið í kringum 16%. 

Samstarfsverkefni

Í flokki minni samstarfsverkefna sóttu 6 íslenskir aðilar um sem þátttakendur en 8 í flokki stærri samstarfsverkefna. Einungis einn íslenskur aðili, Reykjavík Dance Festival, fékk 120.000 evrur sem þátttakandi í samstarfsverkefninu „Advancing Performing Arts Project“. Verkefnið fékk heildarúthlutun að upphæð 2 milljónir evra sem skiptist á 11 samstarfsaðila.

Styrkurinn verður notaður til þess að koma á framfæri uppfærslum ungra evrópskra dans- og sviðslistamanna. Þá stefna samstarfsaðilar að því að ná til stærri áhorfendahópa. Sjá nánar á heimasíðu verkefnisins .

Samstarfsaðilarnir eru: BIT Teatergarasjen (NO), Szene Salzburg (AT), Tanzfabrik Berlin (DE), Arts Centre BUDA (BE), Centrale Fies Dro (IT), Fundacja Cialo/Umysl (PL), Maison de la Culture d'Amiens (FR), Student Centre Zagreb (HR), Reykjavik Dance Festival (IS), Theatre Nanterre Amandiers (FR), Teatro Nacional D. Maria II (PT).
Þetta vefsvæði byggir á Eplica