Umsóknir og eyðublöð

Í umsókn skal gera grein fyrir verkefninu, aðstandendum og tíma- og fjárhagsáætlun. Umsóknareyðublað sjóðsins er á rafrænu formi. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís .

Matskvarði umsókna

Umsókn í launasjóðs sviðslistafólks (listamannalaun)

Ætli umsækjandi að sækja um styrk í sviðslistasjóð og einnig um listamannalaun/sviðslist, nægir að fylla út umsóknarform sviðslistasjóðs. Sé fyllt út í viðeigandi reit hjá þátttakanda, gildir umsóknin einnig til listamannalauna. Ferilskrár (cv) þátttakenda sem sótt er um listamannalaun fyrir þurfa að fylgja sem viðhengi með umsókn. 

Leiðbeiningarmyndband um gerð umsókna - kemur í ágúst 2022.

Töluverðar breytingar verða á umsókn frá 2021 umsókn. Ekki verður lengur krafa um  fjárhagsáætlun í fylgiskjali. 

Lög um listamannalaun (57/2009) og reglugerð um listamannalaun (834/2009) gilda um umsóknir um listamannalaun og ferli þeirra. Sjá einnig áherslur stjórnar listamannalauna.

Sviðslistamenn sem hyggjast einungis sækja um listamannalaun (ekki um styrk úr sviðslistasjóði), senda inn umsóknir í gegnum umsóknarform  listamannalauna - sendir hver og einn inn sína einstaklingsumsókn; sé um samstarf að ræða er gert grein fyrir því í umsókninni, í samræmi við áherslur stjórnar listamannalauna .

Fylgigögn umsókna (viðhengi og/eða tenglar)

Með umsókn skulu fylgja staðfest gögn frá samstarfsaðilum sem og önnur gögn til stuðnings umsókn, svo sem, ferilskrár, handrit og annað slíkt. Ferilskrár eiga að vera saman í einu PDF skjali eða vísa til þeirra í gegnum tengla.

Aðeins er tekið við rafrænum gögnum í gegnum umsóknarkerfið.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica